Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 16
8 ÆGIR að vélgæzlu að einhveiju leyti, eða að minsta kosti hafi verið einhvern tíma á mótorbát eða skipi.« Pá var næst tekið fyrir næsta mál: 9. Vitainál. Nefndin í því máli bar upp svohljóð- andi tillögur, sem voru samþyktar með öllum greiddum atkvæðum eftir langar og ítarlegar umræður: sFjórðungsþingið skorar á fiskiþingið að leitast fyrir því við vitamálastjórn landsins og Alþingi: 1. Að öllu vitagjaldinu sé árlega várið til byggingu nýrra vita. — 2. Að vitabygging ásamt þokulúðri á Seley, verði látin ganga fyrir öðrum vitabyggingum landsins næst á eftir Portlandsvita. 3. Að rannsökuð verði bygging vita á Geirfuglaskeri (Hvalbak) þegar á næsta sumri. 4. Að rannsakað verði hvort ekki er til- tækilegt að setja hljóðbendingaáhald á Færabak. 5. Að athugað verði hvort nokkuð er því til hindrunar að breylt verði Hvaun- eyjarvita þannig að hann sýni grænt ljós yfir Hvanneyjarskercr. 10. Bókaútgáfa fiski/éfagsins. Bornar voru upp svohljóðandi tillögur og samþyktar: »Að í sjómannaalmanakið verði prentuð skrá yfir lög þau sem í gildi eru og sér- staklega varða sjómenn og sjávarútveg og sé þess getið í skránni hver lög og hverjar reglugerðir eigi að vera í skipum.« »Að í almanakinu sé getið árlega laga- breytinga er varða sjávarútveg og atvinnu sjómanna. Einnig sé getið helstu bjarg- ráða og aðrar Ieiðbeiningar séu þar er að gagni geta orðið sjófarendum«. »Að gefin verði út á íslensku eins fljótt og unt er leiösögubók fyrir sjómenn í lik- ingu við »Islands Lods«. Tillaga frá sömu nefnd: »F’areð sjómannaalmanakið fyrir 1926 hefir enn eigi verið sent til margra helstu veiðistöðva hér Austanlands, þá átelur Fjórðungsþingið drált þann er á sending- unni hefir orðið og skorar á stjórn Fiski- félagsins að sjá um það, að framvegis verði almanökin send lil helstu veiðistöðva landsins jafnskjótt cg þau koma út.« 11. Útbreiðsla Fiskifélagsins. Svohljóðandi tillaga var borin upp og samþykt í einu hljóði: »Þareð sýnilegt er að dofnað hefir yfir Fiskifélagsdeildum hér Austanlands á seinni árum, en hinsvegar er full-ljóst, hve afar- áríðandi er, að einmitt þessi félagsskapur geli starfað með sem mestu fjöri og áhuga að sameiginlegum málum sjómanna, sem öll lífsskilyrði alls almennings á félags- svæðinu eru bundin við að meira eða minna leyti, þá vill Fjórðungsþingið hér með skora á væntanlega stjórn og erind- reka félagsins, að beila sér með meiri festu og áhuga en verið hefir, til vakning- ar og uppörfunar á félagssvæðinu. Sérstak- lega vill Fjórðungsþingið skora á erind- rekann að ferðast meira um félagssvæðið og til nýrra staða, sem engar deiidir eru fyrir, til fundarhalda, sem skýri þau á- hugamál, sem í hvert sinn eru efst á baugi«. Að þessu loknu var gengið til kosningu um fulltrúa og varafulllrúa á fiskiþingið fyrir Austfirðingufjórðung, þessir blulu kosningu: Hermann Þorsteinsson með 7 atlcv. Stefán P. Jakobsson með 4 atkv. Sem varafulltrúar voru kosnir: Marteinn Porsteinsson með 7 atkv. lngvar Pálmason með 6 atkv.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.