Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 10
2 ÆGIR En framkvæmdin á þessu atriði hefir verið all-erfið, og skal eg að eins nefna, að eg fór 24 lengri og skemri ferðir um umdæmið 1923,. aðallega vegna fram- kvæmda á þessum lið. Menn hafa haft þann skilning á umræddri grein, að fiskur sem ekki væri matshæfur, gæti gengið kaupum og sölum án mats, og mun svo vera um land alt, að meira eða minna af óverkuðum fiski hefir gengið kaupum og sölum, án þess að vera metinn. Fyrir fjórðungsþinginu virðist það vaka, að mikið af þeim óverkaða fiski, sem verslað er með, sé ekki matshæfur, og að eitlhvað af fiski, sem er í rauninni fuli- staðinn, slæðist með í sölunni, undir því yfirskini, að hann sé ekki orðinn mats- hæfur, og sé þannig skolið undan ákvæði laganna. Kemst þingið svo að þeirri nið- urstöðu, að ef allur óverkaður fiskur, í hvaða ástandi sem er, (þar með fiskur, sem nú er ekki talinn matshæfur) yrði metinn, þá væri tilganginum náð, og ekki hægt að skjóta sér undan þessu ákvæði laganna. Mér virðist að undanfarin reynsla hafi sýnt, að þetta sé dálitið hæpin niðurstaða, nema til kæmi víðtækari breytingar á fram- kvæmdum en fjórðungsþingið hefir stungið upp á. Kaupendum og seljendum hefir verið Iílið um það gefið, að mega eltki hafa frjálsar hendur í þessum viðskiftum, ef þeir hafa getað komið sér saman um þau innbyrðis. Pví eru þau dæmi til, að jafnvel þó ákvæðum laganna hafi verið fylgt hvað matið snertir, hefir seljaudinn fengið sama verð fyrir allan fiskinn, án tillits til flokkunar, og matið þá að eins verið kostnaðarauki. Oft er fiskur líka lagður inn til verkunar, og er það þá að eins á vitund seljanda og kaupenda, hvort fiskurinn er seldur óverkaður eða eftir að búið var að verka hann. Hitt er þó tíðast, að fiskurinn gengur kaupum og sölum áð- ur en hann er matshæfur og vafalaust gengið alloft alveg fram hjá lögum með því, að láta ekki mela matshæfan fisk. Þetta sýnir, að ákvæðið er óvinsælt, og nóg ráð til þess að fara fram hjá því, og það virðist ekki hafa komist inn í með- vitund manna að það hefði mikla þýð- ingu aðra, en auka umstang og kostnað. Rað er líka stór agnúi á þessu máli, aö matsframkvæmdirnar verða oft bæði kostnaðarsamar og lítt framkvæman- legar. Víða þar, sem fiskiveiðar og fisk- verkun fer fram, er enginn matsmaður, og því verður annaðhvort að flytja fiskinn burt til mats annarsstaðar, eða senda matsmann þangað sem fiskurinn er. Ef fiskurinn er nú fyrst metinn til innanlands- sölu á þennan hátt og síðan til útflutn- ings, þá getur kostnaöurinn orðið allmik- ili. Það er tilgangslaust að segja, að við þessu megi gera með því, að hafa alstað- ar malsmann, þvi það hefir sýnt sig, að jafnvel á úlflutningshöfnum hefir reynst fullörðugt að fá fiskimatsmenn, sem full- nægja þeim kröfum, sem til þeirra verður að gera. Þó góðir menn séu til á þessum stöðum, eru þeir ekki alt af fáanlegir. Og þar sem lítið er um að vera, fá mats- mennirnir hvorki æfingu né áhuga fyrir starfinu, og getur þá svo farið, að matið verði ekki annað en nafnið tómt. Rað verður því erfitt að ábyrgjast mat á smá- slöllum hingað og þangað í víðáttumikl- um umdæmum, og ef það reynist svo ekki næg trygging um vörugæðin, þá er von að menn vilji heldur reyna að kom- ast hjá því. Þegar óverkaður fiskur er keyptur i því skyni að verka hann, hafa kaupendur nokkra áslæðu til að vænta þess, að út- koman á matinu verði svipuð á fiskinum óverkuðum og síðar á sama fiski verkuð- um. Þetta verður þó sjaldnast, því gall- arnir á óverkuðum fiski eru aldrei eins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.