Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 13
ÆGIR 5 FjúrðuDgsþiDg fiskitélagáia Auslfirðingafjúrðungs. Ár 192 j, miðvikudaginn 9. desember kl. 4 s. d. var FjórðungsþÍDg Fiskifélags ís- lands fj’rir AuslfirðingafjóiðuDg sett í barnaskóla Fáskrúðsfjarðar. — Vaiaforseli fjórðungsþingsins, Marteinn Porsteinsson, selli þingið, þvi forseli Sveinn Árnason var forfallaður. Þessir fulllrúar voru mættir: Frá Seyðisfjarðardeild: Hermann For- steinsson. Frá Norðíjarðardeild: Ingvar Pálmason og Guðjón Hjörleifsson. Frá Eskifjarðardeild: Friðrik Steinsson og Finnbogi Porleifsson. Frá Reyðarfjarðardeild: Ferdinant Magn- ússon. Frá Fáskrúðsfjarðardeild: Stefán Jakobs- son og Marteinn Þorsteinsson. Annar fulltrúa Seyðisfjarðardeildar, Sveinn Árnason, og fulltrúann frá fiskideildinni »Ægir« Pórarinsstaðaeyrum, Vilhjálm Árna- son, vantaði. Fiskideildin á Mjóafirði hafði ekki kosið fulltrúa. Pá var lögð jram svohljóðandi dagskrá jgrir þingið: 1. Slrandvarnir. 2. Lánstofnun fyrir sjávarútveginn. 3. Fiskimalið. 4. Samgöngur. 5. Hafnarbætur á Hornafirði. 6. Vitamál. 7. Bjargráð á sjó. * 8. Fiskiveiðatilraunir. 9. Vélgæsla á mótorskipum. 10. Bókaútgáfa Fiskifélagsins. 11. Útbreiðsla Fiskifélagsins. 12. Kosnir fulltrúar á Fiskiþingið. 13. Kosning stjórnar Fiskifélagsþingsins. Þá var fulltrúum skipað í tvar nefndir þannig, að i aðra nefndina voru skipaðir þeir, Stefán Jakobsson, Hermann Þorsleins- son, Friðrik SteinssoD, Guðjón Hjörleifs- son og Ferdínant Magnússon, til þeirrar nefndar var vísað þessum málum: 1. Lánstofnun fyrir sjávarútveginn. 2. Fiskimatið. 3. Bjargráð á sjó. 4. Fiskiveiðatilraunir. 5. Vjelgæsla á mótorskipum. 6. Bókaúlgáfa Fiskifélagsins. í hina nefndina voru skipaðir þeir, Ingv- ar Pálmason, Marteinn Þorsteinsson og Finnbogi Þorleifsson. Til þeirrar nefndar var vísað þessum málum: 1. Strandvarnir. 2. Hafnarbætur f Hornafirði. 3. Samgöngur. 4. Vitamál. 5. ,Útbreiðsla Fiskifélagsins. Að þessu loknu var fundi freslað til næsta dags. Fundur setlur aftur 10. desember kl. 4 siðdegis og þá tekið fyrir: 1. Strandvarnir. I því máli var samþykt svohljóðandi tillaga frá nefndinni: »Fjórðungsþingið álítur að landsstjórnin hafi ekki framkvæmt landhelgisgæslu fyrir Austurlandi samkvæmt þingsályktun efri deildar á síðasta alþingi og skorar á Fiski- félag íslands að beitast fyrir þvl, að þegar á næsta ári verði haldið uppi landhelgis- gæslu fyrir Austurlandi frá 15. mars til 15. júní og frá 1. september til ársloka«. Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. 2. Lánstojnun jyrir sjávarútveginn. Að loknum umræðum um það mál, var svohljóðandi tillaga borin upp frá nefndinni:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.