Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 26
18 ÆGIR um hér nærlendis, en get búist við að fleiri þyrftu að sendast, en urn það nánar er eg kem suður í vetur. Eins og eg gat um í npphafi þessarar skýrslu mun eg senda um áramótin, yfir- lit yfir fiskiveiðarnar í umdæmi mínu og fleira þar að lútandi, en þessa skýrslu ber að skoða sem skilagrein til Fiskifélagsins. Svalbarðseyii, 17. des. 1925. Virðingarfylst. Páll Ilalldórsson. Til stjórnar Fiskifélags lslands, Reykjavík. Skýrsla erindrekans í Vestflrðingaijórðungi ágúst — desembor 1925. í síðustu skýrslu minni í 9. blaði Ægis hefi ég getið um bátatölu og aflafeng í veiðistöðvum fjórðungsins frá páskum til júní-loka. Heildarskýrsla um ársaflann í öll- um útvegsplássum verður birt i Ægi jafn- framt þessari yfirlitsskýrslu, og vísast hér til hennar. Urn afiabrögðin í fjórðungnum er í stuttu máli þetta að segja: i Víkum varð sumaraflinn fremur rýr, eftir því, sem mér er tjáð. Á Patreksfirði varð þilskipa-aflinn góður. Aflahæsta skipið þar var „Patrekur“ (skipstj. Jón Þórðarson) með um 320 skpd. fiskjar, 17 menn er mér tjáð að hafi verið þar undir færi. „01ivette“ (skipstj. öl. ólafsson) fékk rúm 300 skpd. Þar voru einungis 14 menn undir færi, svo aflinn er þar hlutfallslega betri. Á Arnarfirði varð vor- og sumar-aflinn mjög góður, en haustvertíðin lélegri. Þil- skipaaflinn á Bíldudal varð betri en nokkru sinni áður. Tvö skipin þar fengu um 400 skpd. hvort yfir sumarið. 14—15 menn voru þar undir færi. Þetta er einhver mesti afla- fengur á færaveiðiskip á Vestfjörðunr. Á Þingeyri varð „Fönix“ hæstur að afla- feng um 300 skpd. En hlutfallslega hæstan afla fékk vélbáturinn „Hulda“, 196 skpd., með einungis 8 mönnum undir færi. Frá Flateyri gekk einungis 1 þilskip á færaveiðar. Aflafengur þess varð í meðal- lagi. Súgfirðingar stunduðu færaveiðar á smá- bátum sínum alt sumarið og fengu yfirleitt góðan afla. Úthald bátanna ódýrt. veiðarfæra- kostnaður sáralítill og arðurinn af aflafengn- um tiltölulega góður bæði hjá útgerðarmönn um og skipverjum. í Bolungavík varð sumaraflinn mjög léleg- ur, enda stunduðu fáir bátar þaðan fiskveiðar í surnar. Sama má að miklu leyti segja um Hnífsdælinga. Bolvíkingar halda ávalt gönrlum hætti með lóðaveiðar. En reynsla síðustu ára sýnir, að á þeim er alls ekki byggjandi á sumrin í þessum veiðistöðvunr. Það þarf góðan afla til þess að lóðaveiðar gefi nokkurn arð yfir sumarmánuðina, því kostnaður er allajafna mikill, dýr beita, steinolíueyðsla mikil, veið- arfæraslit o. fl. Bátarnir héðan úr bænunr voru allir á síld- veiðunr í sunrar. Stunduðu 12—15 bátar alls reknetaveiöar héðan úr bænunr, og öfluðu yfirleitt mjög vel. Aflahæstur varð vélbátur- inn „Kveldúlfur" með rúnrar 2100 tn. 15 vélskip héðan svo og „Þuríður sundafyllir" úr Álftaíirði stunduðu síldveiðar á Siglufirði. Öfluðu skip þessi yfirleitt prýðisvel. Hæstur að aflafeng varð gufubáturinn „Fróði“ nreð 4500 tn., þá vélb. „Eir“ nreð 4300 tn., en gufubáturinn „Hafþór“ fékk 4000 tn. 1 Aðalvík hafa einungis 3—4 bátar stundað . veiðar í haust, og fengið dágóðan afla. Á Steingrímsfirði hefir verið góður afli í haust. Stærri bátarnir héðan úr bænum hafa fáir stundað fiskveiðar í haust, en aflað sænri- lega, er þeir hafa farið til fiskjar. Smásíld veiddist í Skötufirði í lok íróvember, og var ágætur afli á hana í Mið-Djúpinu og á snrábáta héðan úr bænuin og Hnífsdal í desenrber. Að síldveiðum loknunr stunduðu gufubát- arnir „Fróði“ og „Hafþór“ dragnótaveiðar unr tínra. Vélbáturinn „Isleifur" stundaði og lóða- veiðar um sanra tínra og auk þeirra þrír litlir vélbátar. Lögðu öll þessi skip afla sinn í vélskipið „Víking“ frá Bíldudal, er lá á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.