Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 23
ÆCiIR 15 FiskaHi á öllu landinu 1. febrúar 10ð(>. Veiðistöðvar, Slórfiskur Sináfiskur Ysa Ufsi Samtals. Sandgerði 495 12 24 531 Hafnarfjörður 44 2 4 50 Reykjavik 803 43 58 1 995 Akranes 220 » » 220 Sunnlendinga/jórdiingur ... 1,652 57 86 1 1,796 Veslfirdinga/jórðungnr 949 188 43 153 1,333 Samtals ... 2,601 245 129 154 3,129 aílahæsti báturinn þar 412 skpd. af fiski, og 150 tn. af síld eina viku, sem hann gekk með reknet. Báturinn er ca 11 tonn á stærö. Aflalægsti báturinn þar, mun hafa fengið um 230 skpd, enda var vél þess báts æðilengi í ólagi. Úr hinum veiðistöðv- unum eru engar sériegar fréttir. — Alment var beituskortur mestallan júní, svo sem eg hefi áður minst á, en alt um það má aflinn að öllu samtöldu teljast góður, eink- um ef þess er gætt, að fjöldinn allur af vélbátum gáfu sig að einhverju leyti við síldveiði og sumir alfarið eftir miðjan júlí. Fundi hefi eg haldið i flestum deildum og alstaðar þar sem hægt var að konia því við. — A fundunum voru rædd flest þau mál, sem deildirnar í heild og hverja ein- staka deild varða, en almennastar og yfir- gripsmestar umræður urðu um stofnun vélbátaábyrgðarfélags, sem væntanlega er nú komið það langt, að telja megi vist, að félag þelta verði slofnað upp úr nýár- inu, enda sannast sagt, er nú tími til- kominn eftir allar þær bollaleggingar, sem um það hafa orðið síðuslu árin, og alt það vafstur og fyrirhöfn, sem eg hefi ált í út af því máli. Þá óska Raufarhafnarbúar og Skag- strendingar mikillega eftir leiðarljósslýru, hver hjá sér og kom það mál fyrir á ný- afstöðnu Fjórðungsþingi. Starfsemi mín hefir liðandi ár verið á svipaðan hált og undanfarið, og þó hægt miði áfram, hefir það komið berlega í ljós hjá deildum og fiskimönnum, að þeir telja stefnu og athafnir Fiskifélagsins góða og nauðsynlega og vænta sér trausls og halds hjá því, enda er þangað snúið beiðn- um þeirra og umkvörtunum í flestum at- riðum, eins og líka á að vera, en hins- vegar er mönnum ljóst, að aukið fjármagn þarf til þess að geta sint þeim málum, svo sem þarf og vera ætti. Með þessari skýrslu legg eg eflirfarandi plögg, áhrærandi starf mitt. 1. Skrá um fiskideildir, formenn þeirra og félagatal og skattgreiðslur. í sambandi við þelta vil eg geta þess, að fyrir nokkru ítrekaði eg á- skorun mina við Sauðkræklinga um að blása nýjum anda í nasir deildar- arinnar þar, og lofaði hr. Sigurgeir Danielsson hreppstjóri mér, að kalla saman fund í því skyni, og lét hann i Ijósi, að sér þætti líklegt að þelta mundi takast. — Hann er góður mað- ur og gegn, útgerðarmaður, og auk þess vel metinn af öllum þar veslra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.