Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 30
22 ÆGIR um, frá Stöðvarfirði að Langanesi, og veidd- ist jafnvel óvenjulega grunt og jafnvel inn í fjörðum eins og t. dH á Fáskrúðsfirði og Norðfirði, sem ekki hefir komið fyrir nú á seinni tímum. Á jiessum fjörðum veidd- ist fiskurinn aðallega á örlitlu svæði bæði á færi og lóðir. Þetta hélzt frá því í júlí út september og jafnvel fram í október. 1 vor keyptu margir opna smábáta með vél í. Bátar þessir eru 20—25 feta langir; sumir bygðir í Færeyjum, en fleiri þó í Nor- egi. Vélarnar eru frá tveggja til hálfs fjórða hestafla. Á flestum þessum bátum voru 2 og 3 menn. Eftir þeim skýrslum, sem ég hefi fengið um báta þessa, þá kost- uðu þeir frá 3—4000 krónur, og munu vera hér á Austurlandi rúmlega 50 slíkir bátar, sem flestallir eru keyptir á þessu ári að sumu eða öllu leyti. Bátar þessir hafa yfir- leitt aflað vel, þeir, sem voru fengnir nógu snemma og gátu byrjað um mánaðamótin maí og júní, og vélarnar reyndust furðu vel eftir ástæðum, því að ekki voru það alt vanir vélamenn, sem höfðu þær með höndum. Afli á báta þessa, sem haldið var út í 3'■_> til 4 mánuði, mun hafa'verið frá 120 til 160 skippund, sem má heita mjög gott, svo að þessi reynsla í sumar hefir sýnt' •það, að ef fiskur er ekki sóttur mjög langt munu bátar þessir hentugir til grunn- fiskjar. — Afli á stærri mótorbáta var mjög misjafn og sumsstaðar til jafnaðar langt fyrir neðan meðallag, enda voru aflabrögð •hér á Austurlandi, þrátt fyrir aukna báta- útgerð, hvergi nærri eins góð og í fyrra. Ferðalög mín voru með rninna móti i sumar. í maí fór ég suður um firði mest til að koma á betra lagi með skýrslusöfnun, ■enda hefir hún gengið betur en áður; en safnendur kvörtuðu yfir, að hafa ekki s'kýrsluform til útfyllingar fyrir bátaformenn, ;og verður Fiskifélagið að sjá fyrir slíkum •skýrslum næsta ár. Norður á Langanes (vSkála) fór ég með forseta Fiskifélagsins, einnig þá um leið í fiskiskýrslu-erindum. Hvað gerðist á Skáíum hefir forseti Fiski- félagsins skrifað um, svo að ég fer ekki að taka það upp aftur. Suður á Norðfjörð fór ég í haust; hélt þar fund í deildinni og und- rrbjó um leið námskeið í sjómannafræði, sem verið er að halda þar nú. Hvort það er mér að þakka, að fjörkippir komu í deild- ina á Norðfirði við komu mína þangað eða ekki skal ég láta ósagt um, en nokkuð var það, að nýtt líf færðist í hana og meðlimir fjölguðu nær því um helming. Til Reyðarfjarðar fór ég einnig og endur- vakti deildina þar, sem var sofnuð, svo að hún kaus fulltrúa á fjórðungsþingið. Einnig >stofnaði ég deild hér úti 1 firðinum á Þórar- insstaðaeyrum, sem heitir „Ægir“ með 10 meðlimum, og fleiri munu bætast bráðlega við. Krafa um, að mótornámskeið yrði haldið i vetur, kom til mín sunnan af fjörðum. Ég ráðfærði mig um það við forseta Fiskifé- lagsins, sem var því samþykkur, ef 15 um- sækjendur fengjust. Það sóttu 15 um kenslu, og er það þegar byrjað, hófst 1. dezember, en einn umsækjandi forfallaðist, svo að það eru 14 á námskeiðinu. Námskeiðið er haldið á Eskifirði; kennari sami og í fyrra. Ég læt svo hér staðar numið og læt að öðru leyti skýrslur þær, er Fiskifélagið fær frá mér tala fyrir sér. Að endingu skal ég geta þess, að þó að meðlimatölu og skatt vanti frá Eskifjarðardeikl og Mjóafjarðar- deild, þá mun það sent með næstu póst- ferð. Seyðisfirði, 28. des. 1925. Herm. Þorsteinsson (erindreki). Fislibirgðirar í íYorogi 1. )auú- ar (eflir uppgjöf fiskimálasljórans); Um áramólin var eftir óúlflutt 13,200,000 kg. Porskveiði lYorðmaiiua. — 8. febr. 1926 fiskað alls 2,078,000 st., þar af herl 678,000 og saltað 878,000. 11. febr. 1925 fiskað alls 1,654,000 st., þar af hert 286,000 og sallað 825,000. Ijeiðrétliug'. í grein Kr. Bergssonar í síðasta tölubl. Ægis í yfirliti yfir árið 1925 stendur: að línubátur hafi farið með afla til Englands og selt ísfisk fyrir ca 30,000 £, en á að vera ca 3,000 £.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.