Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 27
ÆGIR 19 Önundarfirði. Flulti hann fisk þeirra til Grimsby í lok september. Urðu það alls nær 1200 körfur og seldist aflinn fyrir 717 ster- lingspund. Kunnugur maður hefir tjáð mér, að veiði- túr „lsleifs“ og jafnvel „Hafþórs“ hafi borgað sig. „Fróði“ og smærri vélbátarnir öfluðu allir miður, og varð allmikið tap á þessum veiðitúr þeirra, og útgerðinni yfir höfuð. En þess er líka að gæta, að afíinn seldist mjög illa í samanburði við venjulega ís- fiskssölu togaranna. Verður því ekkert dæmt um það af þessari tilraun, hvort framhald værður á svona ísfiskssendingum. Hefir mönnum hér oft áður kornið til hugar, að leigja skip í þessu skyni, líkt og „Víking“ nú. Gerðu Bíldudals-bræður fyrst tilraun í þessa átt í fyrrahaust, en ekki er mér ger- kunnugt um niðurstöðuna af þeirri för. Virð- ist einmitt haga vel til að senda ísvarinn fisk á þennan hátt úr veiðistöðvunum hér nærlendis í september og október. P>á er venjulega mestmegnis um smáfisk og ýsu að ræða, sem bæði er langtum verðminni en stærri fiskur og rýrnar mjög í salti. Auðvitað fæst að jafnaði hverfandi lítið af smálúðu og kola á færi og lóðir, en það er verðmesti ísfiskurinn. En oft er og ágætt verð á þorski og ýsu. Þegar saman fer fremur lélegur afli og illa tekst til með sölu, þá er ekki hagnaðar að vænta. Þess hefir ekki áður verið getið í skýrslum héðan úr fjórðungnum, að tilraunir með veiði í þorskanet haía verið gerðar á Dýrafirði undanfarin ár. Þorbergur Steinsson, fyrrum skipstjóri á Þingeyri byrjaði á veiðitilraunum þessum ásarnt öðrum manni, og hefir hann látið mér í té upplýsingar um þær. Fyrstu net þeirra félaga voru úr síldar- garni, 11 möskva djúp með 3" riðli. Neta- slangan 100 faðmar og „sett inn“ um rúman þriðjung. Þrjár korkflár höfðu þeir á faðmi hverjum, 3 x 1' 2 þuml. — Byrjað var að leggja netin þar í fjörðinn í júlí, og veiðum haldið áfram til veturnátta. í júlí og fyrri hluta ágústmánaðar segir Þorbergur að oftast hafi fengist 5—10 fiskar á dag, en veiðin tók að glæðast, er dimdi af nóttu Árið eftir juku þeir ofurlitlu við netin. Byrjuðu þá veiðar í júlí og héldu áfram þar til í nóvember. Öfluðu þeir þá betur, fengu nægan soðmat fyrir heimili sín og seldu fisk fyrir um 300 kr. Síðan hafa fleiri Þingeyringar farað að dæmi þeirra Þorbergs. Eru þeir nú teknir að nota gildara garn og hafa netin 16 möskva djúp. Afli hefir verið tregur á Dýrafirði und- anfarin ár. Þó fengust 100 fiskar í 6 veiði- ferðum í 100 faðma net s. 1. ár. Fiskurinn, sem fengist hefir í netin, er mest vænn þorsk- ur, nokkuð af ýsu og stöku sinnum hafa feng- ist lúður o. fl. Netin hafa verið lögð á 16 til 20 faðma dýpi víðs vegar um innri hluta Dýrafjarðar. Togarar hafa nokkrum sinnum sópað netunum burtu, og hefir það að sögn eigi fengist bætt, énda eigi liægt að vita, hver framið hefir. Þessar netaveiðar Dýrfirðinga hafa verið algert hjáverk og í því skyni að afla fiskjar til heimilisnotkunar. Kunnugur maður hefir tjáð mér, að 2 menn á báti myndu geta annað því, að hafa 4—500 faðma af netum daglega. Dýrafjörður er ekki talinn fiskisæll fjörður, sízt að innanverðu. Og fáist að jafn- aði 10 fiskar í 80—100 faðma net þar, mætti gera sér fullar vonir um að tvöfalt meiri veiði fengist á fiskauðugri fjörðum. Nú er einmitt tími til að íhuga það vand- lega, hvort eigi megi koma við þorskneta- veiðum víðar en þær eru enn stundaðar. Lóðaveiðar eru nú orðnar stopular og afar dýrar. Þær verstöðyar, sem mest var bygt á áður fyrri, bregðast nú iðulega, t. d. Bol- ungavík. Beitukostnaður fer sífelt vaxandi og skelfisknámurnar ganga óðum til þurðar, en um aðra beitu er ekki að ræða á vor- vertíðinni hér vestra, þegar vörpusíld fæst eigi. Alt þetta er sterk hvatning til að reyna fleiri veiðiaðferðir en þær, sem enn þá eru stundaðar hér vestra. 1 september og októbermán. hélt ég fundi í deildunum á Suðureyri, Flateyri, Hnífsdal og Bolungavík. Svo voru og haldnir tveir fundir í deildinni hér í bænum áður en fjórðungsþingið kom saman. Umræöuefnin á fundum þessum voru aðallega mál þau, er siöar voru tekin fyrir á fjórðungsþing- inu 5. nóvember s. 1. (Sbr. 11. blað „Ægis“ f. á.). Skal ég drepa á hin helztu þeirra. Fiskisýning. I öllum deildunum voru menn fylgjandi því, að efna beri til myndarlegrar fiskisýningar nú á næstu árum. Helzt er hallast að því, að halda sýninguna í sam- bandi við væntanleg hátíðahöld á 1000 ára afnræli Alþingis árið 1930. Öllum er það ljóst, að slík sýning kostar mikið fé og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.