Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 12
4 ÆGIR nafni. Aftur á móti vilja kaupendur á Spár.i, nefna 18—20 þuml. fisk millifisk, en hér mun það nafn ekki vera nolað uni hann enn þá. En mér er ómögulegt, að sjá betur, en að alt stefni að þvi, að nauð- syniegt verði, að slá föstu lengra máli á slórfiski. Eins og stendur, er verslunin með stórfisk ekki heilbrigð að þessu leyti. Kaupmenn kaupa af framleiðendum stór- fisk, sem er yfir 18 þuml. en verða oft að selja stórfisk 20 þuml. og þar yfir. Hér á Austurlandi hafa menn reynt að komast hjá þessu, með því að vísa til þess að Austfjarðafiskurinn væri vænn, og það er hann vanalega, en árið sem leið var hann í smærra lagi. Afleiðingin af því sýndi sig líka. Síðari hluta ársins, vildu sumir kaup • endur fá fisk yfir 20 þuml. og aðrir vissa tölu i skippund. Af þessu leiðir aftur, að kaupendur, sem ekki setja nein stærðar- skilyrði, hljóta að einhverju leyti að fá þann fisk, sem ekki fullnægir skilyrðum hinna, og verða óánægðir með hann, enda hlýtur slíkt að liefna sín. Eg þykist hafa orðið þess var, að i augum kaupendanna er stærð fiskjarins engu lítilfjörlegra at- riði en gæðin, að minsta kosti verður stærðin oftar tilefni lil umkvartana. Öðru atriði má heidur ekki gleyma í þessu samhandi, það eru keppinautar okk- ar á markaðinum. I matsreglugerð Norð- manna frá 28. apríl 1922 er stærð ákveð- in: Smáfiskur, frá og með 50 cm. (19^/s þuml. til og með 40 cm. (15^/4 þuml.). — Smár smáfiskur (Smásmá) frá 40 — 35 cm. (13s/'8 þuml.). Ef nú stærð fiskjarins er eins mikið atriði í augum kaupendanna og gæðin, þá stöndum við illa að vígi í samkepninni, ef við höldum dauðahaldi í málstærð, sem í framkvæmdinni er orðin úrelt og keppinautar horfnir frá. Um stærð Labradorfiskjar er svipað að segja. Á Spáni þykir núverandi stærð of smá. Uppástunga fjórðungsþingsins um að færa minstu stærð niður í 28 cm. (103/r þuml.) er á eftir límanum. Nú hefir um nokkur ár verið lekið úr Labradorfiski allur fiskur undir 12 þuml. og kallaður handfiskur. Áður en þelta var gert hér, gerðu kaupendur syðra það sjálfir þegar fiskurinn kom, og vilja endilega að þess- um fiski sé haldið sér, enda hafa fyrir hann sérstakan markað. Mér virðist það lika vera fremur tap en vinnÍDgur, þó hægt væri að taka upp stærð tillögunnar og láta handfisk hverfa, því að með því yiði 6—8% af framleiðslu Labradorfiskjar að engu, ef miðað er við undanfarin ár. Geri eg þó ráð fyrir, að alt að helmingi hand- fiskjar sé undir 103A þuml. Um legundamerki get eg slept að ræða að sinni. Eg samdi í fyrra uppkast að reglugerð um merki á fiskumbúðir, og heft eg í hyggju, að senda fiskiþÍDginu það til athugunar, eða skrifa um það sérstak- lega. Eg álít að ekki sé gott að ákveða í reglugerð, hvað fiskur eigi lengi að liggja í salti, til þess að vera matshæfur. Pað er eins mikið komið undir ýmsu öðru en tíma, t. d. stærð fiskjar, sallmagni, salt- tegund, söltunaraðferðum, aðstöðu (háum eða lágum stöplum) o. s. frv. Fiskur get- ur verið fullstaðinn til verkunar eftir 8 daga, og vanstaðinn eftir mánuð, og verð- ur því þekking og reynsla hentugri mæli- kvarði í þeím efnum en tímatakmark í reglugerð. Auðvitað mælli setja tímann svo langan, að örugt væri, en eg býst þó við, að útlit og ásigkomulag fiskjarins yrði eftir sem áður að vera ákvarðandi um það, hvenær fiskurinn væri matshæfur eða fullstaðinn. Seyðisfirði, 21. janúar 1926. Sueinn Arnason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.