Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 28
20 ÆGIR ærna fyrirhöfn. En það verður vart hjá því komist, að efna til fisksýningar nú á næstu árum, enda ærið langt síðan fyrst var vakið máls á jiessu í deildum og á Fiskijringi, og er jrá sjálfgefið að halda sýninguna hið viðburðaríka ár 1930. Tel ég víst, að allmikiö verði um Jætta mál rætt, meðal annars á næsta Fiskij)ingi, og fer j)ví ekki fleiri orð- um um jrað hér. Hvalveidamálid er orðið deilumál og jafn- vel hitamál meðal sumra manna hér vestra. Djúpmenn eru að heita má á einu máli um I)að, að banna beri hvalveiðar hér við land, eins og verið hefir. Peir vilja og láta hrefn- una njóta friðunar líka, en hún hefir verið drepin óátalið, eins og kunnugt er, undan- farin ár. Vestur-ísfirðingar munu hins vegar yfirleitt fylgjandi sérleyfisfrumvarpi j)ví um hvalveiðar, er náði samj)ykki neðri deildar Alj)ingis síðast liðið ár. Inntökuskili/rdi í stýrimannaskólann. Ai- menn óánægja er hér yfir hinni nýju reglu- gerð um inntökuskilyrði í stýrimannaskóla landsins, einkum J)ví ákvæði, að innganga í skólann skuli háð því skilyrði, að náms- sveinar skuli hafa siglt í 18 mánuði á skipi stærra en 60 rúmlestir. Með j)essu ákvæði er öllum meinað inngöngu í skólann, nema þeir hafi stundað sjómensku á togurum í hálft annað ár. Petta skilyrði má teljast hreinasta fásinna. Enginn mun halda J)ví fram, að hásetastaða á togurum glæði sjó- menskuhæfileika manna jafnvel og sjómenska á hinum stærri vélbátum landsins. Á togur- um gætir hinna almennu sjómensku-starfa miklu minna en á öðrum veiðiskipum. Skips- höfnin er þar við störf eins og flatningu og söltun, sem eins má nema í landi. P>ar mun alla jafna lítt hirt um vind og sjó, en haldið áfram meðan skipið ber af. — Á stærri vélbátunum stunda menn nú sjó á öllum árs- tíðum, með flestum tíðkanlegum veiðiáhöldum —• öðrum en þorskanetum og botnvörpu og eru að veiðum víðsvegar við land. Störfin eru langtum fjölbreyttari, og bátarnir krefj- ast þess, að gætt sé fylstu athygli í stormum, og góðrar stjórnar. Af þessu leiðir, að þeir, sem eingöngu hafa stundað sjómensku á togurum, eru alls ekki gjaldgengir til háseta- starfa á stærri vélbátum og tæplega á þil- skipum, og alls ófærir til að takast á hendur skipstjórn á þessum skipum, hversu mentaðir sem þeir kunna að vera að öðru leyti. Aöal- hlutverk stýrimannaskólans hefir hingað til verið, að veita fiskiskipstjóraefnum vorum nauðsynlega fræðslu í starfi sínu, en óneit- anlega bregst hann illa þeirri skyldu sinni, þegar mönnum er gert að skilyrði að hafa stundað undirbúningsstörf sín á einni tegund fiskveiðiskipa, og engin trygging er fyrir því, að þeir, sem þaðan ljúka prófi, geti tekist á hendur skipstjórn á hinum algeng- ustu fiskiskipum vorum. Á fjórðungsþinginu hér var bent á, að rétt myndi að hafa inntökuskilyrði í skólann þyngri fyrir þá, er gerast ætla siglingaskip- stjórar, og er sú tillaga á fullum rökum bygð. Annars tel ég víst, að hin gamla krafa um stofnun fullkomins sjómannaskóla hér á ísafirði verði tekin upp með nýjum krafti, ef umræddu reglugerðar-ákvæði verður hald- ið óbreyttu. Bjargrádamálin. Þau hafa verið rædd á fundum í öllum deildunum hér vestra, og margt borið á góma í sambandi við slys- farir á sjó, og hver ráð myndu vænlegust til að fækka þeim verulega. Rekakkeri eru mjög fátíð enn í veiðistöðvunum hér vestra. Þó viðurkenna sjómenn hér fúslega að rek- akkerið sé eitt hið ábyggilegasta björgunar- tæki. Margir hafa því brugðist vel við, að hafa það í bát sínum, en ekki er vert að byggja mikiö á efndunum í því efni. Þetta áhald v’erður aldrei alment notað fyrr en lögskipað er, að það skuli fyigja hverjum bát. Úr því ætti notkun j)ess að verða almenn, því þá er ekki unt að skjóta sér Aindan skyldunni. Sama máli er að gegna með báru- fleyginn, sem áður fyrr vmr allmikið notaður í út-veiðistöðvum hér vestra, en þekkist nú vmrla. Fjórðungsþingið hér gerði það að til- lögu sinni, að þessi tvö áhöld skyldu fylgja hverju skipi. Óhætt mun að fullyrða, að lög- skipuðu eftirliti með skipum og bátum sé samvizkusamlega framfylgt hér vestra. Eig- endur og umráðendur skipa kosta kapps um, að búa þau sem bezt út, og væri vel, ef ])ess væri jafn-stranglega gætt alls staðar á landinu. Á nokkrum fundunum hneigðust menn að björgunarskips-hugmyndinni, og byggja á næstu árum 1—2 skip í því skyni. Þetta mal hefir margar hliðar, og er nauðsynlegt að bera rækilega saman bækurnar um það. Dragnótaveidi. Alment eru menn hér á einu máli um að banna beri með lögum dragnóta-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.