Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1929, Page 6

Ægir - 01.03.1929, Page 6
50 ÆGIR Vestmannaeyjum, og vélbátarnir komn- ir í þeirra stafi. Merk nnindi lnin þvkja, saga margra þessara gömlu góðu ski])a ef skráð væri. Mikla björg báru þau að landi og oft á þeim teflt á tvær liættur í baráttunni við storma og slórsjó. Eitt slíkt skip var „Gideon" sem hér Hannes jónsson. er nú sýnd mynd af. Hann var smíðað- ur að Kirkjulandi í Landeyjum og var aðalsmiðurinn Hjörleifur Kortsson frá Miðgrund undir Eyjafjöllum, sem þótti snillingur i skipasmíði á sinni tíð. „Gideon“ var haldið úti frá Vest- mannaevjum i 72 vertiðir samflevtt, og var ávalt ltið mesta ha])paskip. Aldrei vildi neitt slvs til á „Gideon“ og voru þó formenn þeir, er með hann voru, hver öðrum djarfari sjósóknarar. Sérstak- lega fékk „Gideon" orð fvrir að fara vel „undir farmi“ og að vera góður „siglari“. Formaður með „Gideon" siðustu 27 árin var Hannes Jónsson hafnsögumað- ur, sem nú er 76 ára að aldri. Haunes byrjaði sjósókn 11 ára gamall og tók við skipstjórn á „Gideon“ er hann var 17 ára. Hannes var liinn mesti sægarpur, aflasæll vel og heppinn í livivetna, sótti manna mest, en náði þó ávalt landi við Eyjar úr iiverri sjóferð. Hannes er vel ern ennþá og gegnir liafnsögumannsstarfinu sem hann hefir nú liaft á hendi í 43 ár. Hefir skapfesta lians og forustuhæfileikar komið þar að góðu liði, þvi hafnsagan hér er mikl- um vandkvæðum háð, einkum nú síð- ari árin síðan siglingar fóru að aukast að miklum mun, vegna grunnsævis og þrengsla innan hafnarinnar, en staður- inn veðrasamur í meira lagi. „Gideon“ er nú að vísu undir lok iið- inn, og' Hannes hættur að stunda róðra, cn végna þess að mér þykir líklegt að ýmsum lesendmn „Ægis“ þvki fróð- leikur i að hevra nokkuð nánar um svona skip, sem í nærri þrjá aldarfjórð- unga sótti gull í greipar hafsins, hefi ég heðið Hannes að segja nokkuð gjör frá „Gideon“, og ýmsu í því sambandi er snerti útveginn á dögum opnu skipanna. Fer lýsing' lians liér á eftir. Um Ilannes sjálfan, og konu lians Margréti Brynjólfsdóttur, er grein í „Ægir“ 14. árg. 10. 41. töluhl. árið 1921 eftir G. Ó. og má þar fá nánari frásögn um ýniis atriði úr æfi þessa merkismanns. Ilitað í fehrúarmán. 1929. J. Þ. ./• Hér verður stuttlega lýst áttæringuni, eins og þeir gerðust, þá er ég man fvrst eftir mér, og til þess er hætt var að flevta þeim, en jafnframt verður og

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.