Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Síða 10

Ægir - 01.01.1930, Síða 10
4 ÆGlft ina og var þó flutt inn töluvert af síld frá Noregi, bæði til Reykjavikur og útgerðarstöðva við Faxaflóa, en vfirleitt þótti sú beita gefast illa; þó fiskuðu nokkrir bátar í Vestmananeyjum allvel á þá beitu. Hinn 1. apríl kom fyrsti báturinn með síld úr Jökuldjúpinu, ca. 100 tunnur, og var síldin seld til beitu á kr. 80.00 tn., en yfirleitt gekk illa að ná í síld fram eftir öllum mánuðinum og bagaði þvi beituleysi nokkuð. Síðast í april fór síld að fást í lagnet í Vestmannaeyjum, Grindavík og Keflavík. Nokkur línuveiðagufuskipanna frá Faxaflóa fóru til Vestmannaevja með þorskanet þegar að kom fram í april, og var afli þeirra tæplega í meðallagi, 20— 30 þús. stk. á slcip, og varð útkoma þeirra skipa verri en hinna, sem liéldu áfram línuveiðum frá Faxaflóa. Seint í febrúarmánuði fóru vélbát- arnir frá Reykjavík að leggja þorskanet og' aflaðist strax vel í þau, fengu nokkr- ir þeirra góðan afla um tíma. í brimaveiðistöðvunum, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og' Grindavík, byrjuðu róðrar ekki yfirleitt fvr en í febrúarlok, enda var oft ókyrð í sjónum framan af, þar sem aðalvindáttin var S. og suðaustan; þó fiskaðist dálítið á lóð í febrúar á Stokkseyri, en á Eyr- arbakka og Þorlákshöfn gat varla heit- ið að á sjó væri farið allan febrúar, og í Þorlákshöfn var vertíðin með því léleg- asta sem getur verið, enda hættu sumir bátarnir þar þegar að kom fram í miðj- an apríl, og varð vertíðaraflinn alls 88 skpd. á móti 548 skpd. árið áður. Þegar kom fram í apríllok fóru bátarnir frá Stokkseyri og Eyrarbakka að sækja vestur á Grindavíkurmið, og fengu þá ágætis afla um tíma, en yfirleitt má samt telja, að mjög léleg hafi vertiðin verið í veiðistöðvunum austanfjalls, minsta kosti borið saman við aðrar veiðistöðvar á þessu ári. Frá Grindavík gengu 28 bátar, allir með vél, á vertíðinni. Frman af vertíð- 'inn gaf þar sjaldan á sjó vegna brima, þó var þar allgóður afli þegar á sjó gaf, var um tíma í aprílmánuði albrima þar dag eftir dag, þó að logn væri og spegil- sléttur sjór fyrir utan. Þó varð útkoman allgóð í Grindavík að lokum og varð heildaraflinn þar 4325 skpd. á móti 3858 skpd. árið áður. I Vestmannaeyjum aflaðist mjög vel á lóðir framan af vertiðinni, og i febrú- armánuði var þar um tíma meiri afli á lóðir en þar hefir áður þekst, en beitu- leysi hamlaði þar töluvert og byrjuðu þvi ýmsir með net fyrri en annars liefði orðið, en netaveiðin mishepnaðist hjá mörgum bátum, og mátti yfirleitt teljast beldur léleg', þegar það er alhugað, að töluvert fleiri skip lögðu þar upp afla sinn á vertíðinni en verið hefir, meðal annars gengu þaðan 4 linuveiðagufu- skip. Togararnir frá Reykjavík og Hafnar- firði fiskuðu aðallega kringum Jökul i marzmánuði, og var þar um tíma allgóð- ur afli. Þó var hann mun minni yfirleitt en á þeim sömu slóðum árið áður, en í aprílmánuði munu flestir þeirra hafa stundað veiðar á Selvogsbanka, eins og vant er um það leyti árs, var afli þar mjög góður í apríl, ca. 50% meiri en 3 undanfarin ár, en varð endasleppur, og' í byrjun maí kom síðasti togarinn inn af Selvogsbanka og fóru þá margir þeirra til Austurlandsins, eins og vant er, en þar brást fiskur algjörlega, og fiskuðu togararnir því helst i Jökul- djúpinu og fyrir Vestfjörðum seinni hluta vertíðarinnar. Um haustið aflaðist allvel um tíma í

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.