Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1930, Side 13

Ægir - 01.01.1930, Side 13
ÆGIR 7 Nokkrir nýjir bátar voru keyptir að eða smíðaðir, og gamlir bátar stækkaðir eða endurbættir. suður eða austur fyrir land á vertiðinni og fiskuðu þar ýmist með lóðir eða net. 3. marz er símað frá Siglufirði að bátar fái þar alt að 6000 pd. i róðri, ef á sjó gefur, og má það heita góður affli. Við GrímsejT var góður afli eftir að kom fram í aprilmánuð, einkanlega á færi. Yfir sumarmánuðina var ágætur afli i flestum veiðistöðvum á Norðurlandi, og þorskveiðar stundaðar af flestum smærri skipum, því bæði brást rekneta- veiðin að miklu leyti, enda ekki hægt að stunda þá veiði með því lága verði, sem á sildinin hefir verið undanfarandi ár, sérstaklega er þó Siglufjörður að verða stór framleiðslustaður fyrir saltfisk, en þar hefir til þessa verið aðallega lögð áliersla á sildveiðarnar, svo sem kunn- ugt er. Þó er það mjög bagalegt fyrir af- komu héraðsins, að fiskurinn er fluttur út allur þaðan óverkaður, eða þá flutt- ur til Akureyrar eða annara nærliggj- andi staða, til verkunar, og tapast á þennan hátt mestöll sú vinna út úr hér- aðinu sem fer til verkunarinnar. Að minu áliti stafar þetta frekar af gamalli venju, og af því að þorskveiðar í stærri stýl eru þar nokkuð nýr atvinnuvegur, og menn því ekki komnir upp á það að verka þar sjálfir veiði sína, heldur en af þeirri kenningu, sem alment er haldið fram, að rigningar séu þar svo stöðugar, að þurkdagar séu þar ekki nægilega margir til þess að fiskverkun þar geti borgað sig. Þessu sama var einnig hald- ið fram um Ólafsfjörð á sinum tíma, meðan að allur fiskur var fluttur þaðan óverkaður til Akureyrar, en nú eru Ól- afsfirðingar farnir að verka mestallan sinn fisk sjálfir og gengur allvel, og þó mun veðrátta vera nokkuð lík á þessum stöðum báðum. A Húsavík var ágætisafli í júnimán- uði og yfirleitt fram eftir sumri, og gengu þaðan 11 bátar. Þrátt fyrir það þó að Húsavík sé léleg höfn og liggi opin fvrir hafsjóum, þá hefir útvegurinn vaxið þar mikið á seinni árum, og er nú orðið eitt af allra myndarlegustu útgerð- arplássum á landinu, enda hefir jarð- rækt fleygt þar fram og nýting á öllum fiskúrgangi mjög góð. Eins og viðast hvar annarsstaðar á landinu hefir opnu vélbátunum („trillu- hátunum") fjölgað mikið á Norðurlandi á síðastl. ári, en frekar má búast við að þeir verði víða skammæir, ef að fiskur fer að leggjast aftur frá landinu, og sækja þarf langt á djúphaf. En meðan að fiskur gengur grunt upp að landinu, eða inn á firðina, eru þeir að mörgu leyti mjög lieppilegir og hafa mikla yfir- burði yfir árabátana gömlu, enda út- heimtu þeir miklu fleiri menn, og hægt að sækja yfirleitt lengra til en var á ára- bátunum. Auk þess er útgerð þeirra svo kostnaðarlítil, að efnalitlum mönnum er frekar kleyft að ráðast í þá útgerð en stærri vélbátanna. í veiðistöðvunum við Húnaflóa var aflinn vfirleitt tregari en árið áður. — Alls varð aflinn i Norðlendingafjórðungi 55.187 skpd. á móti 44893 árið áður, og inun þetta vera mesti afli sem á land hefir komið þar. Austfirðir. Undirhúningur undir þorskveiðarnar var í byrjun ársins meiri þar en verið hefir í mörg undanfarin ár, hátt verð og eftirspurn mikil eftir fiski fyrstu mánuði ársins mun þar eins og víða annarsstaðar á landinu hafa vakið vonir manna um bjartari framtíð á þessu

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.