Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Síða 23

Ægir - 01.01.1930, Síða 23
ÆGIR 17 Dr. A. V. Taaning sem verið hefir liér undanfarandi ár á vegum Komm. for Danm. Fiskeri og Havundersögelser, var hér um tíma við aldursrann- sóknir, á NorÖur- og Austurlandi, var mag. sci. Árni FriSriksson látinn halda áfram störfum dr. Taanings hér yfir sumariS, ásamt því aS honum var faliS aS gera rannsóknir í sambandi viS síldveiSarnar, einkum aS rannsaka hina svokölluSu „grænátu“, en viS þær rann- sóknir hafa Danir látiS vinna hér i mörg ár. í 9. tbl. Ægis þ. á. er fróöleg grein eftir Árna Friðriksson um aldurs- rannsóknir á þorski hér við land og vís- ast til þeirrar greinar. Ýmsar umbætur á sviði fiskiveiðanna hafa verið gerð- ar á þessu ári, t. d. hafa aldrei verið hyggð á einu ári eins mörg frystihús til heitugeymslu eins og' nú. Á Siglufirði iiafa verið byggð tvö stór frystihús auk þess að frystivélar hafa verið settar í eitt sem þar var fvrir. Á Svalharðseyri var hyggt eitt stórt liús, sem ýmsir út- gerðarmenn liér sunnanlands eiga mest- an hlutan í. Á ísafirði voru frystivélar settar í öll húsin sem þar voru fyrir, Ennfremur í tvö hús í Álftafirði, t í Bolungarvík, 1 i Súgandafirði, 2 á Akra- nesi, 2 i Keflavik og víðar. Eftir lauslegri áætlun telst mér svo H1 að um 2 millíónir krónur hafi verið á þessu ári fest í frystihúsum og hreyt- ingu á þeim sem fyrir voru. Mjög myndarleg fiskimjölsverksmiðja var á árinu hyggð á Siglufirði og tók ])ar til starfa í ágústmánuði. Sömuleið- is var fiskmjölsverksmiðjan á fsafirði endurhætt, og áliugi er víðar vaknaður fyrir þvi að koma upp slikum verk- smiðjum, enda eru nú augu manna stöðugt að opnast fyrir þeiri’i nauðsyn að nota afurðirnar senx hezt, enda eru menn nú farnir að sjá að fleira er verð- mælt af fiskinum en boluninn einn. Sömuleiðis Iicfir Sláturfélag Suður- lands hyggt niðursuðuverksmiðju á ár- inu, og þó að lienni sé aðallega ætlað að vinna við niðursuðu á keti eða öðr- um landbúnaðarvörum, þá hafa þeir þó jafnframt soðið niður nokkuð af fiski og eftir þeixn sýnisliornum senx ég hefi séð þaðan þá þolir það fyllilega saman- hurð við útlendar vei’ksmiðjur, sem vinna á þvi sviði, og væri óskandi að þessi tilraun Sláturfélagsins gæti orðið til þess að við legðum niður þann am- lóðahátt að flytja niðursoðinn fisk inn í landið, samtímis því sem við erum að kafna undir aukinni framleiðslu og í vandræðunx með að finna kaupendur að okkar eigin fiski. f Keflavík hefir Elías Þorsteinsson og félagar lians hyggt nýja steinbryggju á- samt fiskhúsum fyrir afgreiðslu háta sinna og víða hafa fiskhús og lifra- hræðslustöðvar verið endurhætt mikið á þessu ári. Það má telja til umhóta á sviði fiski- veiðanna að þrjár þráðlausar talsíma- stöðvar hafa verið settar upp á Norður- landi, ein í Grimsey, önnur i Flatey og sú þriðja á Húsavík, og vinna þær allar í sambandi livor við aðra. Fiskbirgðir. Tafla I\r. sýnir fiskhirgðirnár hér á landi og í Noregi nú um áramótin, og samanborið við nokkur undanfarandi ár, eftir því eru hirgðirnar á þessunx stöðum ekki svo miklar að óttast þurfi verðfall af þeim ástæðum. Það skal tek- ið fram, að birgðirnar í Noregi 1. janú- ar 1929 eru teknar eftir ágizkun, en reyndust að vera yfir 80 þús. skpd., er þar sem þær voru taldar þetta á árs-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.