Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1930, Side 26

Ægir - 01.01.1930, Side 26
V----------------------------------------------- 7 Aðalfundur Fiskifélags íslands 1930. Árið 1930, fimmtudaginn 9. janúar, var aðalfundur Fiskifélags íslands sett- ur í Kaupþingssal í Eimskipafélagshús- inu og iiófst fundurinn kl. 114 e. h. Forseti, Kr. Bergsson setti fundinn og staklc hann upp á Þorsteini skipstjóra í Þórshamri sem fundarstjóra og var liann samþvkktur. Hann stakk upp á Arnór Guðmundssyni til að vera ritari á fundinum og var liann samþykktur. Fundarstjóri rannsakaði, að löglega væri til fundarins boðað og lýsti hann yfir því, að svo væri. Lýsti fundarstjóri þá yfir að gengið yrði til dagskrár, sem væri svoliljóð- andi: 1. Forseti gerir grein fyrir störfum fé- lagsins á liðnu ári. 2. Störf Fiskifélagsins (vélfræðingur, fiskifræðingur, verkleg og vísindaleg störf). 3. Lagabreytingar. 4. Húsbyggingarmál félagsins. 5. Ýms önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Fundarstjóri gaf því næst forseta orð- ið og gaf hann itarlega skýrslu um störf félagsins á árinu 1929, um deildir þess og félagatölu. Hann minntist 3ja látinna félaga, þeirra: Þorl. Jónssonar póst- meistara, Gunnars kaupmanns Gunnars- sonar og Siglivats Bjarnasonar, fyrv. bankastjóra. Stóðu fundarmenn upp úr sætum sínum til virðingar binum látnu. Því næst las forseti upp aðalreikning félagsins og reikning búsbyggingarsjóðs þess fyrir árið 1929 og skýrði einstaka liði aðalreikningsins. Engar umræður urðu um skýrslu for- seta, en fundarstjóri beindi þvi til fiski- þingmanna, að vel virtist bonum að þingið mætti skerða sjóð félagsins til nvtsamlegra framkvæmda samkv. til- gangi Fiskifélagsins. Þá var tekið fyrir 2 mál á dagskránni. 1. Störf Fiskifélagsins (verkfræðingar o. s. frv. Forseti gat þess, að komið befði fram kröfur um aukna starfsemi félagsins. M. a. um að félagið hefði í þjónustu sinni vélfræðing lil þess að leiðbeina út- vegsmönnum um kaup yéla o. fl. Hann gat þess, að stjórn félagsins liefði á fjár- hagsáætlun þess fyrir árið 1931 gert ráð fyrir því, að slíkur ráðunautur j'rði nú tekinn í þjónustu félagsins, m. a. til þess að samræma námskeið félagsins i mótorfræði og' leiðbeina á þeim. Þá ræddi bann um að sameina fullkominn skóla vélstjóra og stýrimannaskólann og bæta þar við kenslu i matreiðslu eftir kröfum útvegsins bér. Þá las bann upp tillögur þær, er síðasta fjórðungsþing Vestfjarða liafðí gert um breytingar á starfstilbögun Fiskifélagsins og lýsti skoðun sinni á því máli. Ölafur Gíslason framkvæmdarstjóri í Viðey taldi að Fiskifélag'ið liefði ekki beitt sér eins mikið fvrir fiskirannsókn og æskilegt væri, því hann teldi þar mjög mikilsvert mál, sem varðaði mjög sjávarútveginn og um leið alla, sem at- vinnu bafa af honum. Benti á að strandvarnarskipum ríkisins vrði sennil. fjölgað og' taldi þá æskilegt að eitthvað varðskipanna yrði útbúið með tækjum og plássi í skipinu til rannsóknanna og gæti þá eitt skip gefið sig' að rannsókn- unum tima á ári, án þess að landhelgis- gæzlan biði lmekk við það. Vonaði að Alþing og' Fiskiþing tæki höndum sam- an um þetta mál.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.