Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 3

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. Rej'kjavilc — Apríl 1930. Nr. 4. Saltfisksmarkaður vor í Suður-Evrópu, Eftir för okkar Helga Guðmundsson- ar fiskifulltrúa síðastliðið vor um Spán, ítalíu og Portugal, varð það að sam- komulagi, að hanii sendi ríkisstjórninni skýrslu um för okkar, og hafði hann áð- ur gjört drög að henni i samráði við mig. Við gátum ekki komið því við að gjöra hana i félagi af því hann þurfti að fara aðra för um Spán og Portugal strax eftir heimkomu sína frá Genua, en þar skvld- nin við, eftir stutta dvöl og ég hélt heim hi íslands. En um það ræddum við, að ég ritaði við tækifæri um ýmislegt, sem við hyntumst, og birti það opinberlega. Kafla þá, er hér fara á eftir, ritaði ég i |yrra sumar eftir heimkomu mína. Þvk- lr niér rétt að taka það fram vegna ýnisra tilvitnana, áem reyndar bera það með sér, en ekki sé ég ástæðu til að skýra frá, hvers vegna birting þeirra hefur dregist. iilgangur með för okkar Helga var: i) Að kynnast sem best kröfum kaup- enda um saltfisk. Kynnast vörum keppinautá okkar og athöfnum þeirra, * ) Kndirbúa víkkun markaðar og — ef auðið væri — nema ný svið. Skýrsla Helga Guðmundssonar skýrir rá því helsta, sem fyrir okkur bar og við höfðumst að i förinni. Eg flutti erindi um förina á fimm stöð- Um- Fjallaði það um flest atriðin, sem eru i skýrslu Helga og hefir ekki horið á milli i frásögn okkar. Var skýrsla hans fyllri um staðrevndir og sjálft ferðalag- ið, en ég drap aftur á ýms atriði i erind- um mínum, sem kalla mætti hugleiðing- ar út af förinni. Eru kaflarnir hér á eftir af því tagi. I. Af þvi ég var einn á ferð héðan til Rarcelona, og að sunnan aftur hingað, þvkir mér rétt að minnast nokkuð á það, sem ég sá á þeirri leið. Eg lagði af stað með Lyra 21. febrúar til Rergen. Hentugra hefði verið að fara frá Reykjavík beint til Hamborgar eða Englands, en þá hefði eg þurft að bíða talsvert i Reykjavík. Auk þess var mér í hug að kynnast nokkuð fiski heima fyrir í Noregi, ef þess væri auðið. Eg þurfti að bíða eftir skipsferð frá Rergen í þrjá daga og notaði tímann til þess að skoða fisk þar og í nágrenninu. Sá eg þar fisk, sem ætlað var að fara til Suð- urameríku, Portugal og Norðurspánar, einnig mjög lélegan fisk, sem átti að fara til Afríku (Gullstrandarinnar?) Fislcur- inn var upp og niður ekki eins góður og islenzkur fiskur, en liann var samt betri útlits en eg bjóst við, og sannfærðist eg um að framför hefir orðið á saltfiskverk- un í Noregi hin síðari ár. Matið á norska fiskinum er að minnsta kosti eins strangt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.