Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1930, Side 6

Ægir - 01.04.1930, Side 6
72 Æ G I R á fiskinn, og þó verð eg að telja það frem- ur sjaldgæft. Bæði sá fiskur og sílisfisk- ur verður gulastur og lendir annaðhvort strax eða eftir stutta geymslu í lægri flokka. En langtiðast er, að fiskur gulni af því að hann hefir hitnað of mikið í þurkun og ekki kólnað áður en honum var hlaðið saman. Við þessu má mikið gera með tíðari umstöflun, og á mestu ríður þá að fiskurinn fái hreyfingu bráð- lega ef þurkuninni hefir verið lokið í heitu veðri. Best er að umstafla i þurru og svölu lofti; hafi fiskurinn kólnað vel, þá er hættan ekki svo mikil þó hann liggi dálítið lengur á eftir. Um annað atriði kvörtunar Barcelona- kaupenda þarf ekki að fjölvrða. Aðallega er þar um að ræða mismunandi þurk- stigsheiti á sams konar fiski. Sem betur fer er auðvelt að bæta úr þessu atriði með því að nefna hin venjulegu þurkstig á vottorðunum: fullþurt, % þurt, % þurt o. s. frv. en kenna ekki þurkstigin við menn eða staði, eins og stundum hefir verið gert eftir óskum kaupenda. Um þriðja atriði kvörtunarinnar skal eg leyfa mér að taka þetta fram: Víðast þar sem menn leggja áherzlu á að fá góð- an saltfisk til neyzlu, þvkir mikið í það varið, að lögin í fiskinum aðskiljist greini- lega þegar búið er að sjóða hann. Þess vegna er hinn besti línufiskur oft nefnd- ur „libro“ (bók), því fisklögin eigá að flettast sundur eins og blöð i bók. Þetta er lika vottur þess, að fiskurinn sé ó- skemdur, eða hvorki sprunginn eða morkinn. Fisklögin eru greinilegust í þykkum fiski eða stórum. En þykkur fisk- ur hefir líka annan mikilsverðan kost fyrir smásalana. Eins og áður var sagt er fiskurinn seldur útbleyttur, og tekur í sig því meira af vatni, sem hann er þykkari og gefur þannig smásalanum meiri hagn- að. Af þessu leiðir aftur að þvi færri fisk- ar sem fara i 50 kg. pakka, þvi betri markaðsvara er hann. Kaupendur hafa ætlað að tryggja sér stóran eða þykkan fisk með þvi að setja skilyrði um á- kveðna hámarkstölu fiska í hverjum pakka, og verða svo stundum fyrir von- brigðum af því að talan leyfir að nokkr- ir smáir fiskar séu látnir í pakka með stærstu fiskunum. Hefir þvi, auk tölunn- ar, oft á síðari árum verið sett það skil- yrði um kaup, að í stórfiski væri ekki smærri fiskar en 20 þuml. langur, en gömul venja hefir heimilað 18 þumlunga fisk. Þar sem þetta er nú orðið svo venjulegt skilvrði, var rétt að slá þessu stórfisksmáli (20 þuml.) föstu. Það er þvi fremur ástæða til gjöra þetta, þar sem stórfisksmál Norðmanna, keþpi- nauta okkar, er 52 cm. (19% þuml.). Við Helgi stungum upp á því, að kaupendur keyptu framvegis ekki minna en 5% af millifiski undir 20 þuml. með hverri stór- fiskssendingu, þegar þess væri óskað, og var þvi vel tekið. Með þessu væri að nokkru bætt úr óþægindum, sem verða kynnu af þvi að millifiskur ykist; en í rauninni virðist ekki skortur á markaði fyrir þann fisk, því hann er mikið keypt- ur á Norður-Spáni og i Portúgal, auk þess sem ekki er allítill markaður fyrir hann í Noregi, norskir bændur kaupa hann hærra verði en stóran norskan fisk. Þó nú því sé slegið föstu, að ekki verði í stórfiskinum smærri fiskur en 20 þuml., þá er þar með ekki nema að litlu levti bætt úr þvi, sem kaupendum þykir á- bótavant um misjafna stærð fiskjar i pökkunum, af því lika að fiskur undir þessari stærð befir, með sérstökum samningum, oftast verið undanskilinn áður. Spurðum við Helgi, hvort þeir væri fúsir á, að greiða hærra verð fyrir mjög stóran fisk, en ekki var því tekið liklega, kváðust þó gjarnan vilja fá laann sér, t. d.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.