Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1930, Page 8

Ægir - 01.04.1930, Page 8
74 Æ tekin af fiskinum og hitt rist niður í skálengjur. Þetta er gert með sigð (krók- hnif), roðið snýr niður svo að gallar á fiskinum séu sýnilegir og hægt að draga úr þeim um leið og rist er. Að þessu loknu eru lengjurnar lagðar i alldjúpa marmaraþró, og roðið látið snúa upp, er það gert til þess að saltið, sem levsist úr fiskinum renni frá roðinu og verði hann þannig jafn útvatnaður. í þessari þró er ekki haft meira vatn en að rétt fljóti yfir fiskinn og liann látinn liggja i sama vatninu í 5—6 daga. Vatnið verður með þessum hætti að daufum saltpækli, sem fiskurinn útvatnast í að mestu en skemm- ist ekki þó hann liggi svo lengi, eða svo er ekki talið. I rauninni fær fiskurinn af þessu keim af signum fiski og þykir það betra að af honum sé „piquant tang“ eins og kaupmennirnir nefndu þennan keim. En að lokum er fiskurinn lagður í aðrar marmaraþrær, með rennandi vatni og seldur upp úr þeim. Ástæðán til þess að Barcelonahúar vilja helst ekki „vinstri handar flattan“ fisk er þá þessi: að meira ber á heinun- um í fiskinum þegar búið er að rista liann niður. En sé slikur fiskur samt sem áður sendur þangað, þá verður liann að vera pakkaður sér og flatningsafhrygð- isins getið á matsvottorði. Kaupendur geta þá sent fiskinn til annara staða strax, án nýrrar aðgreiningar. En það virðist engin knýjandi ástæða til að senda þennan fisk til Bareelona, og er jafnvel lireint og heint skaðlegt fyrir markað okkar og skal það skýrt nokkuð. Fiskur sem veiddur er á norsk skip hér við land, er einhver hest verkaði fiskurinn, sem Norðmenn framleiða, enda hafa fiskimenn á þessum línu veið- urum bæði kunnáttu og jafngóða að- stöðu til þess að verka fiskinn eins vel og bezt gjörist á samskonar skipum ís- t IR ________________ lenskum. Hann er þvi sennilega jafngóð- ur og hinn bezti fiskur, sem flyst út frá Noregi, en sá fiskur er nú (í júní 1929) skráður 10 pes. liærra pr. pakka í Bilbao en íslenskur fiskur. Það ætti því að vera meiri búhnykkur að senda norskflattan fisk þangað, sem liann er svo vel séður, heldur en að vera að pína honum á markað, sem er illa við liann. Nú gjöra Norðmenn það, sem þeir geta, til þess að ná aftur markaði i Barcelona. Þeir sýna fiskinn á heimssýningunni þar og mat- reiða hann eins og þeir kunna best handa sýningargestum. Fiskfulltrúi þeirra, sem venjulegi dvelur á Norður-Spáni hefur aðsetur i Barcelona í sumar, og fiskur þeirra er sem ákafasl boðinn hæði heild- sölum og smásölum. Engin lijálp getur verið Norðmönnum hetri í þessu efni, en sú, að við flytjum þangað norskan fisk frá íslandi; en bæði af því að norsk-flatti fiskurinn héðan er jafnbetri en frá Nor- egi og vegna fastra eldri verslunarsam- handa,'getum við gjört þetta, þó þeim ynnist lítið á sjálfum. En það er minni vandi fyrri Norðmenn að sigla í kjölfar- ið á eftir og henda á uppruna þess fiskj- ar, sem við værum að koma þar að. Því verður að telja það skaðlegt, að selja þangað norskan fisk héðan og jafnvel með öllu óhafandi að gjöra það eins og sakir standa nú. Það ætti því að vera samkomulag milli framleiðenda og út- flytjenda að skerða ekki markað okkar með þessu, en yfirmatsmennirnir hafa fyrir sitt levti samþvkt, að stuðla að því, að það verði ekki gjört. Flest af því, sem kaupendurnir þar syðra óska að fá lagfært er þess eðlis, að ekki er hægt að hæta úr því nema með kostnaði nokkrum og fyrirhöfn fyrir framleiðendur hér og starfsauka við matið. Það eru ekki allfáir, sem álíta óþarft að taka mikið tillit til svona

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.