Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 10
76 ÆGIR kvartana og segja að fiskurinn sé elcki betri annarsstaðar. Það er máske rétt, að kaupendur, sem eru orðnir vanir okk- ar fiski álíta hann einna vandaðastan, en það er vert að liafa það hugfst, að aðr- ar fiskiveiðaþjóðir keppa sem örast að því, að vanda verkunina og matið. Þess vegna inintu kaupendur í Bilbao og Barcelona okkur Helga á það, að við ís- lendingar nvtum þeirra hlunninda, að fá fiskinn greiddan fvrirfram liér lieima áður en hann væri fluttur út. Gæðum fiskjarins hefðu þeir trevst og ef þetta sölufyrirkomulag ætti að haldast, þá yrðu þeir líka að krefjast þess, að varan, sem þeir fengju liéðan, væri alveg sam- kværn samningum og í engu eftirbátur samskonar vöru annarsstaðar frá sem oft væri ódýrari, en reyndist stundum eins góð og væri ekki greidd fyr en eftir mót- töku. Vottorð matsmanna væri hin eina trygging, sem þeir hefði um gæði vör- unnar þegar þeir greiddu liana hér og því væri áríðandi að þeir gættu hinnar fvlstu samviskusemi um gæði vörunnar og út- gáfu vottorðanna. Það er ekki óalgengt, að heyra því haldið fram, að við séum eða höfum ver- ið einna snjallastir i verkun saltfiskjar, þeirra þjóða, er þá atvinnu stunda. Það sakar ekki þó við trúum þessu sjálfir ef það vrði til þess að ala þann metnað með okkur, að við skyldum jafnan vera fremstir á þessu sviði. En aðalatriði er þó hitt, að þetta er okkur hið mesta hagsmunamál. Ég kem ekki auga á neitt atriði í fiskverslun okkar, sem er mikils- verðara en það, að fá greitt ákveðið verð fyrir fiskinn hér áður en hann fer til út- landa; en ef það fyrirkomulag á að hald- ast, þá verða framleiðendur að leggja sig fram til þess að liafa góða vöru, og hún þarf að vera svo vel flokkuð, að kaup- endur geti reitt sig á að þeir fái það, sem þeir hafa búist við þegar þeir sömdu um kaupin. Ég álit, að þetta eina atriði sé svo mikilsvert fyrir seljendur, að flestir þeirra mundu heldur kjósa, að fá allan fisk sinn í lægra verðflokka og fá liann greiddan strax, heldur en að eiga á hættu að fá greiðslu eftir á og eftir mati á innflutningsstaðnum. Hinir eldri fisk- framleiðendur ættu að minsta kosti að muna þá daga, er fiskurinn var sendur í umhoðssölu og enginn vissi fyr en eftir dúk og disk, hvað verðið var, en oftast þó mikið lægra en þeim höfðu verið gefn- ar vonir um. IV. Ég varð þess var, meðan ég dvaldi í Bergen, að norskum útflytjendum þykir nóg um gengi íslensks fiskjar á mark- aðnum. Éinhver helsti útflvtjandinn lét það i ljósi við mig, að við ættum von á sókn frá þeirra hendi í náinni framtið. Sagði liann, að Norðmenn hefðu þegj- andi látið flæma sig lmrt af markaði í Bercelona, þeir hefðu litið með skilningi á uppgang okkar á Norður-Spáni, en þegar við seildust nú hæði til Portugals og Suður-Ameríkumarkaðsins, þá gæt- um við ekki vænst þess, að þeir sætu lengur þegjandi Iijá. Ég hygg, að forseti Fiskifélagsins, sem var. i Noregi um leið og ég', liafi orðið var við svipaðan hug Norðmanna um þetta. 1 þessu sambandi er vert að geta þess, að að undanförnu hefir nefnd setið á rökstólum til þess að endurskoða fiskimatslögin norsku og breyta þeim í það horf, sem revnsla und- anfarinna ára hefir hent á að væri hent- ug. Er vfirleitt gjörðar víðtækar ráðstaf- anir af hendi þess opinbera til þess að auka gæði vörunnar og trvggja henni hetri sölu. Má þar til nefna: heimildar- lög um blóðgun á fiski, umferðakennara til þess að fræða um saltfiskverkun og lita eftir lienni o. s. frv.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.