Ægir - 01.04.1930, Síða 12
78
ÆGIR
óvcrkaðan, þurka þeir og senda siðan
þangað, enda eru þeir einna stærstir
innflytjendur á fiski til sumra ríkjanna
þar.
V.
Það liefir verið mjög um það talað, að
við þyrftum að vikka markað okkar og
ýmsir látið á sér hcyra, að það væii liægð-
arleikur. Fjöldi manna trúði því fyrir
nokkrum árum, að David Östlund væri
einfær um að losa okkur við svokallaða
Spánarsamninga og sjá okkur fyrir góð-
um markaði annarsstaðar á öllum okk-
ar fiski. Ég hefi aldrei verið svo hjart-
sýnn, enda er ég nú þeirrar skoðunar, að
það mui verða fullerfitt að halda i þann
markað, sem við liöfum nú, og hefi ekki
mikla trú á, að salfiski vorum verði kom-
ið inn annarsstaðar, svo nokkru liemi,
en þar, sem saltfisksneyzla er áður runn-
in mönnum í merg og bein, það er að
segja: i þau lönd, sem við eða keppi-
nautar okkar selja nú fisk til, og kem ég
að því atriði síðar.
Við aukum nú salfiskframleiðsluna
frá ári til árs, hröðum skrefum; markað-
ur er þröngur og við eigum þar við öfl-
uga keppinauta að etja. Það er því Iiið
alvarlcgasta íliugunarefni nú, hvað Iiægt
sé að gjöra til þess að víkka markaðs-
sviðið, og jafnframt livort fært sé að
draga úr saltfiskframleiðslunni með því
að auka framleiðslu sjávarafurða á öðr-
uin sviðum.
Síðara atriðið ræði ég ekki um að svo
stöddu. A fvrra atriðið, víkkun markað-
arins, vil ég minnast litið eitt.
Þegar athugað er Iivað stórir aðilar við
íslendingar erum á þessu framleiðslu-
sviði i samanburði við aðra og hvað
markaðurinn er takmarkaður, þá er það
Ijóst, að við höfum ekki flotið sofandi
að þeim árangri, sem þegar er fenginn.
Siðan fiskverzlunin við Suðurlönd komst
að mestu á innlendar hendur hefir verzl-
unin drevfst um víðari svið og salan auk-
ist að miklum mun, og þess er vert að
geta hér um leið, að við Helgi urðum
þess varir í ferð okkar, að þeirra manna
og félaga, sem aðallega annast þessi við-
skifti nú, var hvarvetna minnst með
trausti. En það, að tekist liefir að vinna
fiskinum markað, er að sjálfsögðu mest
því að þakka, að l'iskurinn hefir líkað
vel og að jafnaði unnið á við nánari
kynni. íslenzkur fiskur er frá náltúrunn-
ar hendi góður, enda nýtur Iiann ein-
hverra heztu lifsskilyrða, sem til eru,
vegna licntugs og auðugs dýralífs og
gróðurs í hafinu kring um landið. Lofts-
lag og veðrátta er óviða hentugra til
saltfisksframleiðslu en hér. En auk þess
livgg ég. að það sé ckki of sagt, að hér
liefir tekisl að gjöra úr fiskinum verslun-
arvöru, sem að gæðum stendur ekki að
haki samskonar vöru annara þjóða,
heldur hefir liklega staðið framar. Þetta
er hæði að þakka langri æfingu og
þeirri meðvitund flestra, sem að þessu
starfa, að ef varan er ekki vönduð eftir
hestu getu, þá er sölunni og um leið al-
vinnuveginum hætta búin. Því miður hef-
ir þó sumsstaðar hólað nokkuð á aftur-
för í þessum efnum á síðari árum, og er
það líklega fremur að kenna kappi við
veiðiskapinn, svo að fiskurinn hefir ekki
notið þeirrar meðferðar nýr, sem er
nauðsynleg til þess að liann verði góð
vara, lieldur en heinu hirðuleysi um
vöndun vörunnar.
Með þeirri kunnáttu, sem við liöfum,
langri revnslu, og góðum náttúruskil-
vrðum við verkunina, eigum við að geta
framleitt hetri saltfisk en aðrar þjóðir.
En til þess að geta komist víðar að með
fiskinn þarf líka fjölhreyttari tegundir,
svo að liver markaðsstaður geti fengið
það, sem hesl líkar þar. Við höfum gjört