Ægir - 01.04.1930, Qupperneq 18
84
ÆGIR
stafanir af þessu tagi gætu víðar orðið
til þess að auka saltfisksölu, en því niið-
ur er það ekki á okkar valdi að koma
slíkum ráðstöfunum i framkvæmd. Þó er
ekki að vila nema góð viðskiftasambönd
okkar gætu áorkað einliverju um slíkt,
og ættu því útflvtjendur og aðrir, sem
kvnnu að hafa aðstöðu til þess að breita
áhrifum sínum lil þess að vekja áhuga
erlendis fyrir þeim ráðstöfunum, sem
gætu orðið til þess að auka saltfisks-
neyslu.
Eflaust gætu auglýsingar orðið að
gagni í þcssu skvni. Máttur þeirra cr við-
urkend staðreynd á vorum dögum. Á síð-
ast liðnum vetri var það rætt að Island
tæki þátt í liinni miklu sýningu í Barce-
lona, og skildist mér að sú þátttaka ætti
aðallega eða eingöngu að stefna að þvi
að auglýsa rækilega íslenzkan saltfisk.
Búist var við að kostnaður við þetta vrði
2—300 þúsund krónur og virtist sú upp-
hæð ekki vaxa i augum ríkisstjórnar-
innar eða þjóðarinnar, lieldur mun liafa
verið liætt við þátttökuna að því árang-
urinn af sýningunni þótti vafasamur. En
mikið mætti gjöra fvrir þessa eða lægri
upphæð í auðlýsingaskyni, á annan hátt.
Mér dettur i hug að ríkið ætli að kosta
stultar áberandi auglýsingar um íslenzk-
an fisk i hlöðum markaðshæjanna og
koma fyrir stuttum uþphrópunum á
strætisvögnum eða öðrum áherandi slöð-
um. Ennfremur að semja mætti og
prenta á máli viðkomandi landa litla,
fallega auglýsingarhók (hrochure) um
fiskinn og fá seljendur þar til að úthýta
henni. Það er talið víst að ýmsar ,stórar
vörutegundir hafi náð hylli almennings
með svipuðum hætti, og svo mikið er
víst, að mikið eru þessar aðfcrðir notað-
ar i því skyni að kynna fólkinu góða
vöru.
Af því ég minnist á auglýsingárnar, þá
álit ég ekki rétt að þegja um hugmvnd,
sem ég fékk í Barcelona í vor. Ég var á
nautaati, hinni þjóðlegustu iþrótt Spán-
verja. Mér datt í hug þjóðlegasta iþrótt
okkar íslendinga, glíman. Hvernig færu
leikar ef afhurða glímumaður islenskur,
legði í eitt af þessum nautum? Mundi
hann geta lagt það að velli, snúið það
niður? Spönsku nautin, sem koma fram
á þessum mótum, eru sérstaklega uppal-
in til þess. Þau eru stríðalin, æst upp og
gerð mannýg, og eru því eflausl miklu
verri viðfangs en íslenzk naut, þó miðað
væri við þau stærstu. En ég liefi séð snú-
in niður stór, íslensk naut og veil að
kjarkgóðum meðalmanni hcfir ekki orð-
ið það erfitt. Afhurðaglimumaður á að
geta gjört miklu hetur, hann hefir vits-
muni, kjark, snarræði, afl, fimleik og æf-
ingu i að einheita þessum eiginleikum
öllum i einu, líklega á hluta úr sekúndu.
Hann hefir alla yfirhurði fram yfir naut-
ið nema likamsaflið og þungann. Naut-
ið ætti að ligga á hryggnum áður en það
er húið að átta sig.
Ég sá nautabanana (matadorana) fást
við nauti'n. Nautin réðust að þeim, en þeir
hreiddu úr hinu rauða klæði sínu og
skutust til Idiðar sjálfir. Nautin gjörðu
margar atrennur, smugu undir liandar-
krika mattadoranna, strukust þétt að
þeim en gripu altaf i tómt, réðust aðeins
á klæðið. Þau urðu rugluð og reyndu að
átta sig, þá noluðu nautahanarnir tæki-
færið til J)ess að vega að þeim með örv-
um eða korða. Þau augnablik voru vel
fallin til að leggja þau að velli. Hvað
mundu þessi 30—40 þúsund manna segja
cf glimumaður réðist inn á sviðið og
fleygði þessum tröllmögnuðu graðung-
um til jarðar? Slíkt afrek myndi áreið-
anlega vekja aðdáun og verða lengi í
minnum tiaft. Og þessi maður væri úr
landi saltfiskjarins og liefði unnið að