Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1931, Qupperneq 3

Ægir - 01.04.1931, Qupperneq 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 24. árg. Reykjavík. — Apríl 1931. Nr. 4. Friðrik Svipmundsson sextugur. Hinn 15. apríl þ. á. er eínn hinn al- kunnasti sjósóknari og aílamaður Vest- mannaeyja, Friðrik Svip- ttiundsson, sextiu ára. Þótt Friðrik hafi síðan hann fór úr föðurhúsum i Vestur-Skaftafellssýslu, því nær alltaf dvalist i Vestmannaeyjum og alltaf átt þar heima, er nafn hans þekkt og dugnaði hans viðbrugðið víðar um land, og þó sérstaklega á Austfjörðum, síðan hann stundaði þar róðra og farnaðist afburðavel á all- att hátt, eins og siðar get- ttr um. Vestmannaeyjar hafa löngum átt þvi láni að fagna að eiga djarfa og þróttmikla fiskimanna- stétt, enda er velferð þeirra mest undir því ^°niin. Með því hér er að ræða um einn hinn mesta garp á þessu sviði, sem nú getur litið yfir marga tugi ára sigursæla ^aráttu við Ægi gamla, þykir hlýða að Segja nokkuð gjör frá honum. Priðrik Svipmundsson fæddist 15. apríl ^71 ag Loftsölum í Mýrdal austur. For- eMrar hans voru þau Svipmundur ÓI- afeson bóndi þar og kona hans Þórunn Friðrik Svipmundsson Karitas Árnadóttir. ólst hann upp hjá foreldrum sinum, og dvaldist hjá þeim til þess er hann var 22 ára gamall. En vorið 1893 réðst hann út í Vestmanna- eyjar og gerðist vinnumaður Gísla Lár- ussonar gullsmiðs í Stakagerði. Friðrik var hjá honum í nokkur ár og stundaði sjó og hverja aðra vinnu, 'er til féll. Hefur Gísli borið hon- um það vitni, að hann hafi aldrei kynnst við ann- an eins kapps- og áhuga- mann, hvað sem vinna skyldi. Var honum jafn- sýnt um fugla- og fisk- veiðar, enda hin bezta skytta, tvígildur aðhverju starfi, svefnléttur og svo árrisull, að aldrei þurfti að kalla hann til róðurs. 1 landlegum var hann því oft búinn að vinna dagkaup er aðrir risu úr rekkju, veiða sel, finna reka og þvil. Aldrei undi hann iðjulaus, og leysti öll störf prýðilega af hendi. Duldist það engum, er sá Friðrik við vinnu, að hann hafði ánægju af því að vinna, og vinna vel. En mestan hluta ársins stundaði hann auðvitað sjó, fyrst sem háseti og síðar sem formaður. Snemma þótti bera á því, að Friðrik var veðurgleggri en aðrir menn, og kom það honum í góðar þarfir er hann tók við formennsku. Var hann fjöldamörg

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.