Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 9
ÆGIR
79
Ðeinlaus fiskur.
Eftir styrkþega Fiskifélagsins Þórð Þorbjarnárson,
er stundar nám við Dalhousie háskólann í Halifax.
Pað er einkenni á heimsmarkaðinum,
að varningur, sem þangað berst á sér
æíi, langa eða skamma eftir atvikum.
Varningurinn berst á markaðinn fyrir til-
stilli einhvers framtakssams manns, þar
öðlast hann vinsældir, nær hámarki gengis
síns og heldur því unz aðrir hlutir koma
fram, sem rýma honum burt smátt og
smátt unz hann dettur úr sögunni að
fullu og öllu. Allur varningur á sér æfi,
en lengd hennar er undir því komin hve
heilbrigður grundvöllur sá er, sem fram-
leiðsla hans er byggð á.
Fyrir nokkrum árum barst beinlaus
frostfiskur á markaðinn í N-Ameríku,
vinsældir hans og útbreiðsla hafa verið
með fádæmum. Árið 1926 voru framleidd
i Bandaríkjunum einum 18000.000 Ibs.
af pökkuðum fiski, en 1928 var þessi tala
orðin 65.000.000 lbs. eða hafði meir en
þrefaldast á tveim árum. Pakkaður fisk-
ur er reyndar ekki allur beinlaus frost-
fiskur, en sú framleiðsluaukning, sem
varð á árunum 1926—1928, var mestöil
honum að þakka. Maður getur ekki
gengið þess dulinn, að vará, sem þannig
ryður sér til rúms á örskömmum tíma,
hlýtur að vera einhverjum áberandi kost-
um búin, enda er því þannig farið með
beinlausan fisk.
Ef til vill ber nauðsyn til að skýra
hvað átt er við með beinlausum fiski
áður en lengra er farið. Læt ég nægia að
gela þess, að með beinlausum fiski er
átt við vöðvana báðumegin úr beinagrind
fisksins þegar tekið hefur verið af þeim
roðið. Það þarf ekki að orðlengja um
þægindin, sem þessari verkun eru sam-
fara fyrir kaupendurna, þau geta allir
gert sér í hugarlund, en hitt er mönn-
um ekki eins kunnugt að framleiðslu-
kostnaður við beinlausan frostfisk þarf
ekki að vera neinu meiri, en við frystan
slægðan fisk. Hvernig á þessu stendur mun
ég reyna að gera grein fyrir hér á eftir.
»Brint»-frysting hefur á seinni árum
rutt sér svo mjög til rúms við frystingu
fiskjar, að það má heita, að vart séu
aðrar aðferðir notaðar á sumum stöðum.
Nákvæmar vísindalegar rannsóknir hafa
sýnt fram á, að við frystingu í »brine«
er þykkt hlutarins, sem frystur er í réttu
hlutfalli við rótina af tímanum.sem þarf
til frystingarinnar (Þ2=tXk). Það liggur
í augum uppi, að því þynnri sem hlut-
urinn er, því skemmri tíma tiltölulega
þarf til frystingarinnar. Petta færa menn
sér í nyt. Við frystingu beinlauss fiskjar
koma í stað hvers heils fiskjar tvær
þunnar kökur, sem hvor um sig hafa
ekki hálfa þykkt upprunalega fiskjarins,
en afleiðingin er sú, að það þarf fjórum
sinnum skemmri tíma til að frysta hverja
þeirra, en slægða fiskinn, sem þær eru
skornar af. Tímasparnaðurinn við fryst-
inguna er þvi augsýnilega gífurlegur, enda
er hann ein af þeim máttarstoðum, sem
lyfthafa undir framleiðslu beinlauss fiskjar.
í löndum þar sem farmgjöld eru há,
eða ekki verður notast við annað, en
dýran flutning, ríður á miklu, að varn-
ingi sé ekki iþyngt með óþarfa. Beinlaus
fiskur fer i þessu tilliti eins langt og
komist verður. Sé borin saman ílutnings-
kostnaður við hann og venjulegan slægð-
an fisk, þá mun munurinn vera allt að