Ægir - 01.04.1931, Qupperneq 12
82
ÆGIR
Nýir heimar fundnir
í 150 miljóna Ijósára fjarlægð.
Rannsóknir Shapley’s, Hubbley’s
og Lundmark’s
Hvað er heimurinn stór? Svo hafa
menn spurt að minnsta kosti siðan þeir
fóru að hafa tæki til þess að mæla og
áætla fjarlægðir í geimnum. Menn höfðu
til skamms tíma hugsað sér alheiminn
óendanlegan, en nú hafa visindin horfið
frá þeirri hugmynd, í því formi að minnsta
kosti, sem hún hafði áður. Hugmyndir
manna um fjarlægðir í geimnum hafa
einnig breyzt mikið seinustu árin. Um
aldamótin var það algengast, að hugsa
sér það stjarnasafn, sem kallað er al-
heimurinn, frá 6 til 10 þúsund Ijósára
vítt, en ljósár er sá tími, sem ljósið fer
á einu ári, Rannsóknir ýmsra ungra
stjörnufræðinga hafa nú seinustu árin,
og einkum árið 1930, þótt leiða það í
ljós, að menn hafi áður áætlað fjarlægðir
alheimsins alltof litlar. Það er einkum
ameriskur stjörnufræðingur, dr. Shapley,
prófessor við Haward háskóla, sem rann-
sakað hefur þessi efni. Hann áætlaði
(1920) þvermál þess sólkerfasafns, sem
þá var þekkt, kringum 300 þúsund ljós-
ár. Fram að 1923 þektu menn ekki með
vissu neitt stjörnukerfi utan þess sól-
kerfasafns, sem svonefndur okkar heim-
ur tilheyrir. Hinsvegar þektu inenn hin-
ar svonefndu stjörnuþokur. En 1923
komst Shapley að því, að ein þessi
»stjörnuþoka« var ekki til í þeim skiln-
ingi, sem stjörnufræðin hafði áður haft,
heldur var um að ræða nýjan »alheim«,
nýtt, sjálfstætt stjörnusafn isvosem milj.
ljósára fjarlægð frá okkar stjörnukerfi.
Árið 1925 sannaði stjórnufræðingurinn
Hubbel einnig, að sveipþokurnar svo-
nefndu væru i raun réttri alls ekki »þok-
ur« heldur einnig sjálfstæð stjörnusöfn í
óskaplegri fjarlægð.
Þannig hefur heimurinn stækkað stór-
kostlega síðustu fimm til sex árin i með-
vitund mannanna. Fað er stærsti stjörnu-
kíkir heimsins (á Mont Wilson í Ame-
ríku), sem hefur orðið til þess, að stjörnu-
fræðingar hafa getað sannað þessar kenn-
ingar og komist lengra út í órafjarlægðir
alheimsins. Auk Ameríkumannanna sem
nefndir voru, hefur Sviinn Lundmark
lagt drjúgan skerf til þessara rannsókna
og dr. Wolf og aðrir hafa tekið af hin-
um fjarlægu stjörnusöfnum merkilegar
myndir.
Siðustu athuganir Shapleys eru um
þokurnar i Centaurus. Niðurstaðan er sú,
að þar hefur fundist heilt safn af sól-
kerfasöfnum (galaxies) í svo óskaplegri
fjarlægð og svo afskaplega viðáttumikil,
að maðurinn hefur aldrei áður haft nokk-
urn grun um slík undur alheimsins.
Centaurus-»þokan« er sem sé í svo sem
150 milj. ljósára fjarlægð héðan og þver-
mál hennar, þar sem það er breiðast, er
um sjö miljónir ljósára. í »þokunni« eiga
að vera um tvö þúsund sjálfstæð sól-
kerfasöfn.
Menn hugsa sér nú rúmið (eða rúm-
timann, samkvæmt Einsteinskenningu),
eins og úthaf og sólkerfasöfnin í því eins
og eyjar og meginlönd. Eitt af megin-
löndunum er það, sem sólkerfi okkar
tilheyrir. En þaðan sézt hilla undir undra-
lönd nýrra og nýrra landa — í 150 milj-
óna Ijósárafjarlægð.
»Lögrétla«
Aths. Ljósár er sú vegalengd, sem ljósið
fer á einu ári, en hraði þess eru 300 þúsundir
kílometrar á sekúndu.