Ægir - 01.04.1931, Side 19
ÆGIR
89
fellingur«, »Konráð« frá Flatey og »Á-
fram« frá Viðey. Skeð getur að fleiri mót-
orskip séu eingöngu við vöruflutninga,
þó að það sjáist ekki á skipaskránni.
Enn um tryggingar;
fisktökumenn o. fl.
1 sambandi við það, sem áður er minnst
á, um nauðsyn á tryggingu sjómanna á
erlendum skipum, þá mætti hér minn-
ast á litinn hóp manna, sem ekki má
þar verða útundan.
Sá hópur eru fiskitökumenn þeir, sem
fara með erlendum skipum fram með
ströndum landsins fyrir fiskkaupmenn
hér, veita fiski þeim sem keyptur er í
öðrum kauptúnum móttöku og hafa auk
þess að jafnaðí það starf á hendi, sem
ekki má telja til fisktöku fyrír kaup-
menn, heldur vinnu i skipsins þarfir,
þar sem þeir eru oftast kvaddir til að
■vera leiðsögumenn skipanna, séu þau
stödd á þeim stöðum, þar sem skipstjór-
ar eru eigi hárvissir og einnig geta al-
ókunnugir skipstjórar verið á skipum á
þessum hringferðum, sem að öllu leyli
reiða sig á kunnugleik fisktökumannanna,
allan þann tíma, sem ferð stendur yfir.
Fisktökumenn ætti að lögskrá til ferðar
°g þeir ættu að sæta sömu réttindum
og aðrir skipsmenn, þar sem þeir eru
notaðir í skipsins þarfir, þegar mest ríð-
ur á og þeir vita betur en aðrir, hvernig
koma á skipi áleiðis hættuminnst eða
rneð öðrum orðum, »fisktökumaðurinn
er bezti maður á skipinu«.
Að visu eru þeir kauplausir menn á
því, eða frá því, þótt sumir heiðarlegir
akipstjórar, sem kunna sig, víki að þeim
ookkrum krónum, við enda ferðar, þeg-
ar þeir hafa sparað fyrir þá kol í tugum
tonna, er þeir hafa skolið skipinu inn
í einhverja víkina í skammdeginu og
forðað frá brakningum á rúmsjó og
máske sjótjóni, en svo eru til þeir lúsa-
blesar, sem ekki tima af eyrir að sjá og
reyna að heimfæra leiðsöguna upp áeitt
af skylduverkum fisktökumanna, sem
slíkum, reyna að smokka sér út úr þeirri
plágu að þurfa að láta eyrir úti fyrir
vel unnið starf, sem fisktökumaður var
alls ekki skyldur iil að inna af hendi.
Þegar skipið »Balholm« fórst með öllu,
var að vísu enginn fisktökumaður á þvi,
en það var að eins vegna ófyrirsjáan-
legra atvika að hann var þar ekki og í
tölu þeírra, sem fórust.
Nóttina milli 21.—22. janúar s. 1., fórst
skipið »Ulv« fyrir utan »Strandir«. Með
því var fisktökumaður Ólafur Guðmunds-
son skipstjóri og lét hann líf sitt þar.
Ekki mun hann teljast til skipsmanna,
svo þar koma engar dánarbælur til greina,
en er nú ekki kominn tími til að hugsa
eitthvað um gang þessa máls og láta
sorgleg tilfelli kvetja til aðgerða. Það
virðist svo, sem fisktökumenn á skipum
hafi ærið að starfa, bæði likamlega vinnu
og skriftir og ábyrgð þeirra er mikil, þó
mun varla heyrast, að þeir séu ekki
boðnir og búnir að leiðbeina skipstjór-
um á ferðum og eyða oft heilum nótt-
um á »brúnni«. Fyrir það á skipstjóri
að greiða nema öðruvísi sé um samið
og greiðslan til fiskitökumanns komi
annarsstaðar frá fyrir yfirtíðina.
Sá maður, sem þannig verður að gefa
sig í þjónustu skipsins, hvenær sem kallið
kemur, hlýtur að teljast því tilheyrandi
á ferðinni og ætti því að vera lögskráð-
ur sem »kunnugur maðura og dánar-
hætur ættu að greiðast, færist skip og
fólk.
Eins og flestum við sjávarsíðuna hér