Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1931, Page 6

Ægir - 01.10.1931, Page 6
Í94 ÆGIR þeim um megu að leggja til jafnmikið af veiðarfærum og beitu einsoggert hef- ur verið undanfarandi, en sé mikið úr því dregið, þá er auðvitað ekki hægt að búast við eins miklum afla, en þar sem bátarnir eru til og nokkuð af veiðarfær- um, en hins vegar þörf fyrir atvinnu, verður auðvitað að finna leiðir til þess að halda bátunum úti þann tíma,sem þeir eru þess megnugir að fæða það fólk, sem við þá er bundið. Það er að vísu talið neyðarráð aðdraga úr framleiðslu, til þess að hækka verð framleiðslunnar á þann hátt, en með vöru sem illa þolir að liggja frá ári til árs, eins og saltfiskurinn, er ekki um annað að gera, fyrir það sem um- fram aflast, en reyna að linna sölu- markaði annarsstaðar, og eru nú tölu- verðar tilraunir gerðar á þessu hausti með flutning á ísfiski til Englands, og verður þeim tilraunum vonandi haldið áfram þó við ýmsa örðugleika verði þar að eiga i byrjun. Það er þvi ekki ólíklegt.þar semsama og ekkert verður saltað af fiski hér, það sem eftir er ársins, og fyrirsjáanlegt er að næsta árs framleiðsla hlýtur að verða mikið minni en undanfarandi, að salt- fisksverðið fari að hækka strax upp úr áramótum, enda verður gengislækkunin búin að standa svo lengi, að áhrifa henn- ar á að fara að gæta við fiskverðið, enda verða þær fiskbirgðir sem þá verða eftir hér innanlands á svo fárra manna hönd- um, að draga fer úr þessum samkeppnis- framboðum sem nú eru, þar senn hver býður niður fyrir annan, til þess að losna við framleiðslu sína á einhvern hátt. Fiskverkunin hefur allstaðar gengið vel á árinu og mestallur fiskur sá, sem í landinu liggur nú, er verkaður og kom- inn í hús. Rvík 17. ok t. 1931. K. Bergsson. E.s. Namdal R. E. 260. Laugardaginn 14. febrúar 1931 var um morgun, vindur á sunnan 3 og veður- spá fyrir næstu 2 dægur: vAllhvass og sumslaðar hvass á suð- vestan og sunnan með slgdduveðri í dag, en gengur sennilega í norðvestrið eða norðrið með hvössum hríðaréljum i nótt«. Eftir hádegi fór að herða vindinn og kl. 6 um kvöldið var komið útsynnings- rok. Um kl. 7 fréttist til Reykjavíkur, að línuveiðaskipin »Eljan« og »Namdal« hefðu slitnað frá hafnarbryggjunni í Hafn- arfirði og lent á hinni nýju bryggjuinn- ar á höfninni og væru bæði að brjóta sig og hana. Er á leið nóttina hægði veðrið, gekk fyrst í vestur og var, er birti, kominn norðvestan strekkiugur. Voru þá bæði skipin brolin mjög og þeim varð að koma á öruggan stað, sömuleiðis koma í veg íýrir, að þau skemmdu bryggjuna frekar en þau höfðu þegar gert — og voru þau þvi flutt suður í fjöruna við Flensborg og gengið frá þeim þar. Mánudaginn 16. fehrúar voru skipin skoðuð og athugað, hvort auðið væri að gera við þau og að sú viðgerð, færi ekki fram úr vátryggingarupphæð skipanna. Um morguninn föstudaginn langa, var vestan brim og flóðhátt mjög. Þá slitn- uðu festar skipanna og lenti þeim sam- an og börðust þannig þar til lækkaði í sjó, svo þau stóðu, þá höfðu skoðunar- menn skilað áliti sinu um Eljuna og úr- skurðað hafði verið, að ekki yrði við hana gert, sömu urðu úrslit um »Nam- dal« — siðar. Á uppboði, sem svo var haldið, fór skipið fyrir 1300 kr. og urðu hæztbjóðendur Guðmundur Hróbjartsson og Bjarni Gíslason, báðir í Hafnarfirði. Nú víkur sögunni að þvi, að seint i

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.