Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1931, Qupperneq 7

Ægir - 01.10.1931, Qupperneq 7
ÆGIR 195 júní kemur norskt selveiðaskip sem hér var við hákarlaveiðar, til Hafnarfjarðar. Skipstjóri þess og vélamaður brugðu sér á land til að skoða »Namdal« og buðu eigendum 3000 kr. fyrir skipið, þó ekki nema að þeim tækist (Norðmönnum) að koma því á flot. Tóku þeir svo þegar til að róta möl- inni burtu, sem safnast hafði kringum skipið, en misstu straum svo skipið flaut ekki fyr en hálfum mánuði siðar. Eitt- hvað var unnið í skipinu við vélina og fleira, þennan tíma, en er áflotvarkom- ið, fór skipið upp að bryggju, tók neyzlu- vatn og vatn á ketil og var að svobúnu lagt út á höfn. Pegar hér var komið, mun skipaskoðunarmaður ríkisins hr.Ól. Th. Sveinsson hafa veríð að spurður, hvort skipið væri að hans áliti, í því standi, að draga mætti það yfir hafið til útlanda, og svaraði hann þvi á þá leið, að slik skip yrðu að sýna ljós á nóttum og til þess, að svo gæti orðið, yrðu menn að vera í skipinu, en það áleit hann ekki geta komið til mála eins og þá stóð á, en ætti að halda flutningi skipsins til út- landa til streitu, vildi hann láta draga skipið upp í slippinn, þar sem unnt væri að skoða það og mæla þá með eða móti flutningnum, eftir atvikum, og bannaði að skipið færi eins og það var. Eftir að »Namdal« var búinn að taka vatnið lá hann á höfninni og sáu menn úr landi, að 2—3 menn voru á skipinu, en selveiðaskipið hvarf af höfninni og fréttist til Hafnarfjarðar að það væri að taka kol í Reykjavik. Ekkert bólaði á því, að Namdal ætti að fara á slippinn, en eftir tveggja daga fjarvist kom selveiðar- inn aftur til Hafnarfjarðar, og lagðist þar. Það kvöld fóru menn að hátta á tím- anum milli 10—11 og láu þá bæði skip- in á höfninni, en um fótaferðartíma næsta morgun, voru þau bæði farin á leið til Noregs. Enginn maður hafði verið settur út á skipið, til þess aðhaldavörð, svo skipið ekki væri tekið til dráttar fyr en fyrirskipan skipaskuðunarstjóra hafði verið framkvæmd og virðist í fljótu bragði sem eigendur hafi stolist burtu með það, en þó skal það ei fullyrt hér, að svo stödddu. Skipstjóri lét þau orð falla í Hafnarfirði, að fyrir tiltölulega lítið fé, gæti hann fengið viðgerð á skipinu, í Noregi, svo það yrði sjófært, og er ekki ótrúlegt, eftir þvi að dæma, sem við- gerðir eru sagðar þar ódýrar, sé rétt að farið. íslendingar geta nú átt von á að »Nam- dal« verði bráðlega falur, fyrir 50—60 þús. kr., þurfi þeir á línuveiðabát að halda. Iier kan du se Grejer, Far! Sveinbj. Egilson. Um síldarrannsóknir 1931. Það er ekki ætlun mín að gefa hér ná- kvæmaskýrslu um síldarrannsóknirFiski- félagsins á þessu ári, því í fyrsta lagi hef ég ekki likt þvi enn þá unnið úr öllum þeim gögnum, sem safnað hefur verið til rannsóknanna, i öðru lagi eru ekki »öll kurl komin til grafar« enn, hvað gögnin snertir, og í þriðja lagi mun ég siðar gera ítarlega grein fyrir síldar- rannsóknunum og útkomu þeirra, alveg eins og öðium liðum rannsóknanna, þegar rannsóknum ársins er lokið, í byrjun næsta árs. Rað sem hér birtist lesendum »Ægis«. er lítilsháttar yfirlit yfir hvernig rannsóknunum hefur verið hagað, og svo aðaldrættír útkomunnar, einkum að því er snertir stærð síldar- innar. Tveir liðir f rannsóknum okkar falla óbeinlínis inn undir hugtakið síldarrann-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.