Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Síða 21

Ægir - 01.10.1931, Síða 21
ÆGIR 209 Ný botnvarpa. (Efter „Svensk Fiskeritidende" okt. ’31) Það hefur ekki verið auðvelt að athuga það beinlínis, hvernig venjuleg botnvarpa (Otter Trawl) fer i sjónum. Pó hafa menn reynt að gera sér grein fyrir þvi, með þvi að bera saman afla með mismun- andi tilhögun, eða með því að athuga hvernig botnvarpan fer, þegar hún kem- ur upp úr sjónum. Nú hefur hollenzkt veiðarfærafélag, N. H. De Voigt, látið gera tilraunir á veiðarfæratilraunastöð- inni í Amsterdam. Það sem vakað hefur fyrir félaginu, er að framleiða botnvörpu, sem væri veiðnari og léttari í drætti en sú, sem nú er notuð, en þó jafn einföld að gerð. Við þessar tilraunir kom það í ljós, að vanaleg botnvarpa kiprast víða saman, vegna mismunandi þrýstingar á ýmsa hluta vörpunnar, þegar hún er dregin, en af því verður hún einmitt þyngri i drætti. Auk þess er þeim hlut- um vörpunnar, sem ekki verða fyrir mik- illi þrýstingu, hætt við að sveiflast fram og aftur, og fæla fiskinn, og loks lendir dráttarátakið aðallega á hliðum vörp- unnar. Eftir tilraunum í Amsterdam og Norðursjónum hefur félagið nú látið búa til botnvörpu af nýrri gerð, og hefur hún gefið ágætan árangur í Norðursjónum. Félagið hefur fyrst og fremst reynt að forðast allt það, sem fælt getur íiskinn, og því meðal annars komið hlerunum fyrir á sérstökum línum (sjá myndina). Annars er gerð hleranna og útbúnaður þeirra nokkuð öðruvísi en tíðkast hefur. Við tilraunir hefur það komið í ljós, að nýja botnvarpan er helmingiléttaril drœtti en sú vanalega. Skarkolaveiðar í Norðursjónum. (Bovbjerg 29. sept. 1931). Hina síðustu viku hefur veðrið verið mjög gott og hafa fiskiskipin notað tækifærið og veitt skarkola vestur og út af Bovbjerg. Hafa sum skipin farið tvær veiðiferðir þá viku og eitt skipið þrjár, og fékk 2000, 2200 og 800 pund (hálft kilo) af skarkola, sem fluttur var á land lifandi. Verð á kolanum var 18—20 aura pd. Eitt skipið aflaði 4000 pd. af skarkola og fékkst fyrir hvert pund 12—16 aurar. Hinn 26. september (laugardag) kom skip til Tyborön með 6000 pd. af ýsu og eftir því, semskipstj. skýrirfrá, seldi hann afla þann fyrir að eins rúma 3 aura hvert pund. Vikuna á undan seldi hann 8000 pund af ýsu fyrir 900 kr. (Dansk Fiskerit. 8. oktbr. 1931)

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.