Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 6
216 ÆGIR fyrir land, seiðin stækka fljótt, og fara að tínast úr svifinu inn á grunnsæíi, og leita botnsins. Eftir myndinni má fá hug- mynd um útbreiðslu eggjanna og seið- anna á timannm frá apríl til ágúst. Líkt og þorskurinn, haga margir aðrir íslenzk- ir nytjafiskar sér, t. d. ufsi, ýsa og sild, svo heildarúlkoman verður sú, aðávor- in og sumrin er aragrúi af fiskieggjum og fiskiseiðum við vestur- og norður- strönd landsins, enda hafa fengist 5000 þorsklirfur í strigaháf með 2 metra þver- máli, dreginn 15 mín. rétt undir yfir- borði sjávarins við Látrabjarg í júní. Það er þessi átumergð við Norður- og Vesturlandið, sem gerir það að verkum, að hér safnast svartfuglinn að varpi. Sé svartfugl skotinn við aurstuströnd Islands, t. d. kringum miðjan júní, og sé fæðan rannsökuð, kemur það í ljós, að fugiinn hefur einkum borðað stóran fisk, t. d. þyrskling, loðnu, sandsíli. o. s. frv. En skjóti maður fugl fyrir Vestfjörðum á sama tíma árs, er maginn vanalega fullur af fiskseiðum, en litlu sem engu af stærri fiski, Reyndar verður að gæta allrar varúðar við magarannsóknirnar, þvi ef fuglinn deyr ekki alveg við skotið, getur hann ælt upp miklu af fæðunni, áður en maður nær til hans. Ennfrem- ur verður rannsóknin að fara fram strax eftir dauðann, því annars eyðileggur melt- ingarvökvinn von bráðar leyfar fæð- unnar. Þegar veður er stillt og gott, er oft tækifæri til þess að veita því eftirtekt af skipsfjöl, hvernig svartfuglarnir, t. d. lang- vían, veiða fiskseiðin. Ungar, sem eru tæplega fleygir, eru ekki alltaf varir um sig, og koma stundum svo nálægt skip- inu, að hægt er að skoða atferli þeirra í góðu tómi. Þeir kafa ekki djúpt, i mesta lagi einn meter, en bera vængina mjcg ört, fæturna hreyfa þeir ekki. Þegar kom- ið er undir yfirborðið, byrjar eltingaleik- urinn, og er honum svo haldið áfram, annaðhvort þangað til fuglinn verður að hætta við og koma upp, eða þangað til hann hefur náð í eitt seiði. Langnefjan tekur einungis eitt seiði í einu, og grfp- ur það altaf um miðjuna. Því er víða haldið fram, að fuglinn þurfi að koma upp, til þess að kyngja fæðunni, en það er vafasamt, hvort svo er. Til þess að gefa yfirlit yfir mataræði svartfuglanna við Vesturland á sumrin, vel eg eina langvíu, sem eg skaut, sem dæmi. — 1. í kokinu voru 40 þorskfiska-seiði mestmegnis ýsu-seiði, og vógu þau öll 10,6 gr. 2. Neðst í vélindinu og í kirtlamagan- um, voru 43,7 gr. af gráleitu mauki með rauðum, gyltum og svörtum deplum. Svörtu deplarnir voru augu seiðanna, sem fuglinn hafði neytt, gyltu jitarefnin stöfuðu af hinum svo- nefndu gúanin-kristöllum í húðinni og slímhúðinni, en rauði liturinn stafaði af rauðátunni, sem fiskilirf- urnar höfðu etið. Ekki var unnt að telja, hve mörg fiskseiði voru í mauk- inu, en eftir fjölda sporðanna og augnanna, má gera ráð fyrir, að þarna hafi verið leyfar af að minnsta kosti 110 fiskiungum, aðallega þorski og ýsu. 3. í fóarninu voru 4,2 gr. af ýmsum leyfum, sérstaklega kvörnum, og beinum (eða brjóski) seiðanna. Þarna mátti telja 587 kvarnir, auk margra, sem voru með öllu eyðilagðar. Það var hægt að ákveða það með fullri vissu, úr hvaða fisktegundum kvarn- irnar voru, nokkrar þeirra eru sýnd- ar á 3. mynd. 4. 1 görnunum var talsvert af mauki,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.