Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 15
ÆGIR 225 (kona Jóns), var Margrét dóttir Daða Halldórssonar. t*au Hakon og Ingibjörg kona hans bjuggu rausnarbúi i Kotvogi um langt skeið, höfðu þau margt bjúa og mikla útgerð, en einn af sonum þeirra sem Einar hét, drukknaði ásamt prest- inum frá Hvalsnesi, séra Áma Hallvarð- arsyni og 4 mönnum öðrum, er Einar var að sækja prestinn yfir ósana til messugjörðar í Kirkjuvogi. Skipið fórst norðan við Kirkjuvogssundið, við svo nefnt Selsker í miklu brimi. þetta slys skeði 5. sunnudag í föstu 1748. 1750 tók svo við búi í Kotvogi Vil- hjálmur sonur Hákonar. Kona hans hét Ingígerður Tómasdóttir. Voru þau hjón af samtið sinni annáluð fyrir mannkær- leika og brjóstgæði sin við bágstadda, enda lika aldrei færra en um og yfir 20 manns á heimili þeirra og margt af því fátækra manna fósturbörn og flækings- lýður, en einkum þó eftir Skaftáreldana, hópaðist að því heimili hinn mesti sæg- ur af horuðum og bungruðum flækings- lýð, sem flúði hingað til Suðurnesja und- an hungurdauðanum og hallærinu, eld- inum og öskunni, og öðrum ógnunum, sem möruðu þá austurhluta landsins, fór svo að lokum að þau hjón lentu í mat- arskorti fyrir allan þann mannfjölda, sem safnast hafði að hinu viðfræga heimili þeirra. Tók Vihjálmur það þá til bragðs, að hann fór með refabyssu sína inn í ósabotna og skaut þar 7 seli, sem allir voru soðnir og etnir til beinabruðnings um kvöldið ! Má af því marka hve mann- fjöldinn hefur verið mikill á heimil þeirra hjóna. En þetta voru fyrstu skotin í ós- unum, en önnur fylgdu svo á eftir og eyðilagðist svo ár frá ári selveiðin í ós- unum, en sem áður, var þar afar mikil i nætur. Mesti sægur dó svo af þessum flæk- ingslýð hér á Suðurnesjum, og var um kennt matarviðbrigðum og of miklu áti, eftir allt hungrið, sem þessir flækingar voru áður búnir að líða. varð að síðustu að taka botnfjalirnar úr rúmstæðum í Ivotvogi í likfjalir utan um hina dánu. Samtímis Vilhjálmi í Ivotvogi, bjó þá í Kirkjuvogi Guðni sýslumaður; er fatt eitt að segja um búskap sýslumannsins í Kirkjuvogi, en kunnugt er að hann var stórrikur maður eftir islenzkum mæli- kvarða, átti t. d. alla Kirkjuvogstorfuna, auk annara eigna. Smiða lét hann afar- stóran og vandaðan teinæring, sem hann hafði til fiskveiða á vetrarvertiðinni, en til Geirfuglafanga til Geirfuglaskerja á sumrin og lánaðist vel. 1785 tekur svo við búi í Kirkjuvogi hinn merki héraðs- hötðingi og mikilmenni Hakon Vilhjálms- son frá Kotvogi, var hann þá giftur Ing- veldi dóttur Guðna sýslumanns og erfði með henni alla Kirkjuvogstorfuna auk fleiri jarða, en Kotvoginn tók hann að erfðum eftir Vilhjálm föður sinn. Var Hákon talinn af samtið sinni hinn mesti höfðingi og stórmenni allra Suðurnesja, og var hann stundum nefndur hinn ó- krýndi konungur Suðurnesja. Um langt skeið var hann lögréttumaður og marg- sinnis lögsagnari tengdaföður sins (gengdi sýslumannsstörfum). En þó Hákon væri óskabarn hamingjunnar bæði að auðlegð og mikilleik, og sæti sólarmegin við há- borð hamingjunnar að mannvirðing og metorðum, þá var þó eitt sem angraði hinn mikla mann, en það var að hjóna- sængin var orðin brostfeldug! Ingveldur kona hans orðin geðbiluð og »gölluð af fleiru en því«, en Hákon var konukær, og kunni þvi illa að eiga meingallaða konu, en tvíkvæni (Bigami) bannaðmeð lögum í landi hér! En svo er það einn sólfagran sumardag i ágústmánuði 1809,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.