Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 10
220 ÆGIR um fjórðunginn, þegar þetta er ritað. — Um verð á hinum útflutta fiski fer nokk- uð á huldu, en nefndar eru 58 — 66 kr. fyrir skpd. af þurrum 1. flokks Labra- dorflöttum fiski, en talið er óvíst, aðeig- inleg sala hafi farið fram, heldur fái framleiðendur það, sem útflytjendur geta selt fyrir, að frádregnum kostnaði og ó- makslaunum. — En hvort hér er rétt frá hermt, skal ég ekkert fullyrða um. Tvö islenzk gufuskip. togarinn Haf- steinn af tsafirði og línuveiðarinn Þor- móður, eign Samvinnufélags sjómanna hér á Akureyri, ennfremur 2 þýzkir og 2 enskir togarar, hafa keypt hér og flutt úl ísvarinn fisk í sumar. Hafsteinn hefur farið tvær ferðir, og F’ormóður er nú í fyrstu ferð sinni. Hann fór með full- fermi ca 54 tonn og kvað hafa selt fyrir um 620 sterlingspund. — Þýzku skipin fóru sína ferðina hvort, annað enska skipið eina ferð, en hitt þrjár og var komið af stað í þá fjórðu, er það strand- aði á Þistilfjarðarflóa. Skipið náðist að visu út, en mjög er óvíst hvernig reiðir af með farminn. Þessi ísvarði fiskur er skipin hafa keypt, hefur verið svo að segja af öllum mögulegum tegundum: þorskur, ýsa, steinbitur, grálúða, gadda- skata, sandkoli, rauðspetta og ofurlitið af lúðu. — Tvö mótorskip, sem Sam- vinnufélag sjómanna á, Gestur og Kári, hafa fiskað með dragnót, til útflutnings handa Þormóði, en hann og hin skipin keypt farmana, að öðru leyti allt af norð- lenzkum veiðibátum, nema ein 5 tonn af bát frá Vestmannaeyjum. Keypt hef- ur verið á þessum stöðum: Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Árskógsströnd, Hrísey, Grenivík, Fiatey, Húsavik og Þorshöfn. — Verðið hefur verið fremur lágt, enda er ekki annars að vænta, þegar á allt er litið. Þrátt fyrir það er þetta mikill hægð- arauki fyrir framleiðendur nú í peninga- leysinu, að fá þennan fisk greiddan út í hönd, og gott væri til þess að vita, að þessar tilraunir heppnuðust það vel, að forgöngumenn þeirra, eða aðrir, sæju sér fært að halda þeim áfram framvegis. Ber einnig að líta á það, að sumar þessar fiskitegundir hafa verið hér nær eða alveg verðlausar að undanförnu, svo sem steinbítur, sandkoli, grálúða og gadda- skötur. Um þenna fsvarða fisk mun ég gefa Fiskifélaginu skýrslu, samkvæmt ósk þess, þó hún því ver ekki geti orðið eins nákvæm og æskilegt væri — af fleiri á- stæðum. Eins og áður er vikið að, ersjórstund- aður hér tiltölulega lítið almennt um þessar mundir, þó tiðin sé góð og afli sæmilegur. Bæði eru menn bundnir heima- störfum að einhverju leyti, velflestir, og svo þykir þeim frosna beitan dýr, þegar allt er í óvissu um verðmæti þess er á hana fæst. Annars er ekki neinn hörgull á frosinni síld, og munu frystihúsin flest full, að undanteknum þeim, er halda verða auðu rúmi um sinn vegna kæl- ingar á úlflutningskjöti. Eg er nú að byrja að undirbúa útgáfu nýrrar linumarkabókar fyrir meginhluta Norðlendingafjórðungs, með þvi að hin eldri er orðin gersamlega ófullnægjandi, og auk þess löngu ófáanleg. Ætlast er til að markabókin komi út fyrir áramót. Eg fékk nýskeð bréf frá hr. Arngrími Bjarnasyni, þar sem hann kveðst munu koma hingað í fyrirlestraleiðangur nú f mánuðinum. Vel getur verið, að ég fresti haustferðalögum minum að einhverju leyti, til þess samkvæmt ósk hans, að geta verið samtímis honum í veiðistöðv- unum. En þó er það ekki fullráðið. Akureyri, 3. sept. 1931. Páll Halldórsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.