Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 17
ÆGIR 227 Hér er enn eitt tilfelli, sem sannar, að enginn gaumur er gefinn öllum þeim skrifum og áminningum um að hafa ör- yggislínur á bátum þegar veltingur er, svo eitthvað sé í að grípa, skriki mönn- um fótur. Síðasta bendingin er i nýút- kominni »Vasabók sjómanna« og þótt hún sé ekki enn í höndum margra, þá hefur oft verið bent á öryggislínur í Ægi. Eftir skýrslum sem lyfsali Sig. Sigurðs- son i Vestmannaeyjum safnaði, féllu eitt árið, 70 menn útbyrðis hér við land og af þeim drukknuðu 7. Við nefnum þetta hér að menn falli útbyrðis, en réttaraer að segja, að þeim sé siglt útbyrðis. Réttarhöld út af líkum slysum munu sjaldan haldin en þó gert ráð fyrir, að þau megi halda í 2. gr. laga nr. 30, Í9. maí 1930, um breytingu á lögum nr. 73, 7. mai 1928, um slysatryggingar. Þegar ráð við slíkum slysum eru marg- endurtekin i ræðum og riti, virðist fyllsta ástæða til að rannsaka ítarlega, hvortallt hafi verið gert á skipi til þess að koma í veg fyrir, að slys yrði. Það verður lík- lega hið eina, sem knýr menn tilaðvið- hafa almennar varúðarreglur á sjó og minnir á, að fyrir slík atvik ber yfir- mönnum skipa að standa fyrir máli sínu, engu síður en hefði eitthvað brotnað á skipi þeirra og þeir mættu út af því í sjórétti. 22. nóvbr. 1931. Sueinbj. Egilson. Thomas A. Edison hugvitsmaðurinn heimskunni, andaðist að heimili sinu í East Orange í New- Jersey fylki, þann 18. október. Hafði hann kennt lasleika undanfarnar vikur. Hann varð 84 ára gamall. Mr. E. L. Salomonsen Billingsgate, London. Þessi maður hefur haft fiskverzlun á Billingsgate fiskmarkaði í rúm 34 ár. Hann stofnaði firmað Salomonsen & Co. E. L. Salomonsen. Ltd. í Love Lane E. C. 3., hinn l.októ- ber 1897. Hann hefur annast sölu fisks fyrir Daui og komið sölu þeirri i það horf, sem hún hefur verið undanfarið og á fiskmarkaði hans hefur mikið af is- fiski frá íslandi verið selt. Hann hefur sjálfur sagt blaðamönnum það, að stefna sín frá byrjun hafi verið sú, að skipta heiðarlega bæði við sendendur og kaup- endur og láta sér jafn annt um hag beggja aðilja. Sömuleiðis getur hann þess, að væri ekki hr. Nielsen félagi hans og þeir menn, sem vinna á markaðinum, slíkt afkasta fólk og reyzt hefur, hefði hann aldrei komið fisksölunni í það horf, sem hún er nú, á sölustað hans. Hann hefur aldrei komið upp sölu- búðum, þar sem smásala á fiski færi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.