Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 1

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 1
Nr. 11. ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS. 24. árg. |j Reykjavik. — Nóv. 1931. I Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Dags. 24. október 1931. Vegna þess að ég verð að leggja af stað í fyrramálið, til þess að hitta Bier- ing, danska sendiherrann í Belgrað, get ég því miður ekki skrifað svo greinilega sem ég hefði óskað, um siðustu ferð mína til Bilbao, Vigo og Portúgal. Til Bilbao kom nú enginn fiskur frá íslandi öðruvísi en í umboðssölu með vissri fyrirframgreiðslu. Almennust fyrir- framgreiðsla á þeim fiski, sem var á leið- inni til Bilbao, þegar ég var þar, mun hafa verið 21 sb. (pr. 50 kg. og af stærð- inni: ekki yfir 32 fiskar í pakka). Af smærri fiski (millifiski), var fyrirfram- greiðslan 3—4 sh. lægri. En siðuslu söl- urnar munu hafa verið með 20 ogjafn- vel 19 sh. fyrirframgreiðslu. Færeyjafiskurinn var sömuleiðis seld- ur í umboðssölu og munu síðustu til- boðin frá Færeyjum hafa verið með fyr- irframgreiðslu allt ofan i 18 sh. Þrátt fyrir þetta lága verð var eftirspurnin lít- il, þó rétt væri komið að mesta salt- fisksneyzlutímannm á þeim stöðum á Norður- og Miðspáni, sem mest kaupa lrá Bilbao. Og aðalástæðan til þess var sú, að menn bjuggust við enn frekari verðlækkun á fiskinum vegna hinna stöð- ugt lækkandi tilboða frá Islandi og Fær- eyjum. Pegar þetta er skrifað, er mér sagt að heildsöluverðið í Bilbao á nr. 1 fiski frá Islandi (32 fisk um í pk.) sé 85 pesetar. Miðað við 43,50 peseta gengi á £ pund- inu og allan kostnað (toll, flutning, 5°/o umboðslaun og annað), sem ég reikna ca. 36 peseta á pk., samsvarar þetta heild- söluverð 22,6 cif-verði. 85 peseta útsölu- verð er það lágt verð, að óþarft og til- gangslaust væri að hafa það lægra. Peir sem á annað borð hafa ráð á að borða saltfisk, geta jafnt borgað þetta verð og 80 eða 75 peseta. Peir allra fátækustu koma hér ekki til greina, því þeir hafa ekki ráð á að borða saltfisk fyr en hann þá kæmi ofan i verð, sem samsvaraði 40 —50 peseta heildsöluverði. Hvað mat og gæði ísl. fiskjarins snert- ir, þá er hvorugt enn í því lagi, sem skyldi. Og þó engar kvartanir hafi átt sér stað yfir þessa árs fiskinum íslenzka, þá stafar það ekki af því, að innflytj- endum hafi þótt fiskurinn óaðfinnanleg- ur, heldur af því, að þeir hafa fengið hann í umboðssölu og þeir þá sjálfir ekki orðið fyrir neinu tjóni, þó fiskur- inn hafi reynzt öðruvísi en ætlað var og matsvottorðin sýndu. Þannig var mér sýndur fiskur, sem vottaður var 7/s verk- aður, og annar úr sama umdæmi, sem vottaður var fullverkaður. Sá 7/« verkaði var harðari en hinn. Svona hlutir vekja nú ekki traust á matinu okkar. Viðvikjandi þurkstigi fiskjar handa Bil- bao er það að segja, að menn eru meir og meir að hverfa frá fullverkuninni. Færeyjafiskurinn er, sem kunnugt er oft-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.