Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 20
230 ÆGIR fjarðurhorns og Reykjaboða á h. u. b. 65° 10'.8 n.br., 13° 30'.0 v.lgd. Skip eru því vöruð við að fara þar á milli, þegar mikil alda er. 34. Hinn 5. þ. m. var ljósi Vatnsnesvit- ans (nr. 8) breytt eins og ráðgert var, sbr. auglýsingu nr. 4, 9, og sýnir vitinn nú hvitt og rautt þrileiftur á 10 sek. bili, þannig: lj.0.5, + m. 1.5 -f 0.5 + 1.5 + 0.5 + 5.5 = 10. Ljósmagn og ljósmál vitans verður fyrir hvíta ljósið 10.5 sm. fyrir rauða ljósið 8.5 sm. Horn vitans eru óbreytt. 35. Innsiglingarvitanum í Hafnarfirði (nr. 11) hefir verið breytt, sbr. augl. nr. 5, 14, og er innsiglingarljósið nú eitt, í efri vitabyggingingunni, grænt, hvitt og rault, snöggt leiftur um 60 sinnum á mín., grænt frá 67° til 96°, hvítt frá 96° til 102°, rautt frá 102° til 127°. Ljós- magn og ljósmál 12, 9.5 og 9 sm. fyrir hvítt, rautt og grænt ljós. Vitahúsið er óbreytt, en logtíminn verður framvegis frá 15. júlí til 1. júni. Neðra vitahúsinu verður haldið við sem dagmerki fyrir innsiglinguna. Vitamálastjórinn Tollarnir í Englandi. Matvara tollfrjáls enn þá. En búist við enn víðtækari tollum innan skamms. Útgerðarmenn hér í bæ fengu þær fregnir nýlega, að tollur sá, er lagður var á með skyndilöggjöf, samkvæmttillögum verzlunarmálaráðherrans enska, næði ekki til matvöru. Eru þessar fregnir að sjálfsögðu öllum íslendingum kærkomið gleðiefni — svo langt sem þær ná. Hitt mega menn ekki ætla, að öll hætta sé hjá liðin með þessu. Því miður er svo ekki; þess vegna má ekki láta niður falla aðgerðir til verndar íslenzkum hagsmunum. Enn er sem sé ófrétt, hvort breska stjórnin ætlar að láta staðar numið við þá tollvernd, sem nú hefur verið lögfest, eða hvort látið verður að hinum háværu kröfum alls almennings i ýmsum hafn- arborgum. um innflutningsbann eða há- an verndartoll á aðfluttum fiski. Auk þess er með öllu óvist, hvað ibú- ar hinna bresku útgerðarbæja gera, ef stjórnarvöldin daufheyrast við kröfum þeirra. Vitaskuld eru íslendingar jafnsárt leiknir, hvort heldur íslenzkur fiskur er bannfærður fyrir atbeina stjórnarvald- anna eða með samtökum útgerðarmanna og verkamanna um, að neita aðafgreiða íslenzk skip. Eftir siðustu skeylum að dæma, er þó svo að sjá, að ekki sé enn stofnað til samtaka um afgreiðslubann annarsstaðar en í Hull, og væri vel, ef það héldist, þó vissast sé fyrir oss að vera við öllu búnir. Fiskkaupmennirnir, sem eru jafnframt útgerðarmenn, vilja ekki hafa tolla. Þeir segja, að tollur á fiski eyðileggi þeirra atvinnu og hækki fiskverðið til neytenda. ' Isfisksala togaranna hefur undanfarið gengið illa. Athgr. Greinin »Svartfugl og fiskseiði við lsland« kom út i tímaritinu »Nátt- úrufræðingurinn«, fyrir skömmuogbauð þá fiskifræðingur Árni Friðriksson, að taka mætti þá stórmerkilegu grein upP i »Ægi, sem hér með vottar honum beztu þakkir fyrir. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentsmitSjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.