Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 6
234 ÆGIR svo heim á »Esju« og kom við á mörg- um stöðum, sem ég hafði ekki komið á lenP- B. Sœm. Fiskveiðar frá Boston. Eftir skípslj. Magnús G. Magnússon í Boston. Frá Boston eru gerð út um tvö hundr- uð skip, þar af eru 25 togarar frá 135 fetum upp í 150 fet á lengd, sem brenna kolum, um 25 skip frá 110 fetum upp í 135 fet, sem nota díesel-vélar, um 20 skonnortur, sem eru að lengd 100—130 fet, veiða þær með Ióðum og hafa doríur. — Auk þessa veiða smáskip, mest skon- nortur með botnvörpum. Veiðar með botnvörpum hafa gengið ver þetta ár, en nokkurntíma áður og hefur sú útgerð að eins borið sig. Aftur á móti hafa doríu-veiðar gengið mun betur (lóðaveiðar). Hver skonnorta hefur 10 doríur, leggur og dregur tvisvar á dag; hefur hver doria 60 lóðir og eru því 600 lóðir lagðar á dag. Ekki er það óvanalegt, að skonnorta komi inn eftir að hafa verið á veiðum, að eins einn dag, með 80—90 þúsund pund af fiski. Það er óhætt að fullyrða, að í Boston verði ekki smíðaðir fleiri kola-togarar, sérstaklega vegna þess, að togari, sem brennir kolum, þarf að vera stærri en Dieselskip til að gera sama gagn, t. d. togari, sem er 140 fet á lengd, 24 fet á breidd og 137a feta djúpur, rúmar um 260 þúsund pund af ísuðum fiski og hefur kol til 20 daga, þar sem Diesel- togari 127 fet að lengd, 23 fet á breidd og 13 feta djúpur, rúmar 300 þúsund pund af fiski og hefur olíuforða til 30 daga. Mismunur á kola- og Diesel-togara í Boston er um 250 dollarar á 8 daga veiðiferð, það er rekstur Diesel-togara ódýrari. — Díesel-vélum hefur mjög farið fram siðan fyrsti Diesel-togarinn var smíðaður i Boston, en þó ekki eins og æskilegt værj, sérstaklega vegna þess, hve margbrotnar vélar þær eru enn þá. Ef kreppa hefði engin verið og tregða á fiski verið minni í ár, þá hefðu verið smiðaðir togarar með Turbo Electric og Dieseleleectric-afli og er enginn vafi, að það mun hið heppilegasta afl fyrir tog- ara, einkum hið fyrnefnda. Siðastliðið sumar var í Boston stofnað félag, sem allir skipaeigendur geta gengið í« °8 greiðir hver 5 dollara fyrir hverja veiðiferð, sem skip hans fer. Félag þetta annast kaup á öllu, sem til skipanna þarf með beildsöluverði og er mikill sparnaður af því fyrirkomulagi, fyrir út- gerðina. Kringum 300 miljónir pund af fiski fer árlega á land i Boston, og af þeim afla eru um 75°/« ýsa, sem hér um bil öll er seld sem fillet (flök, flettingar). Fiskneyzla hefur aukist um 33°/© i Boston siðan árið 1923. Mönnum reiknast svo, að úr 100 pund- um af ýsu fáist 45 pund af fillet og er selt fyrir 18—28 cent hvert pund nýtt, en freðin frá 14 til 24 cent hvert pund. — Sala á þorski er ekki eins góð og gera skip hér lítið af því að veiða hann, þð er sala á söltuðum þorski að aukast, er hann skorinn i smástykki og seldur í tré- kössum á 20 cent pundið, og er það fiskur, sem verið hefur i salti mánaðar- tíma. Það sem aðallega hefur hér aukið sölu á allskonar fiski, er, að hann hefui verið látinn þannig á markaðinn, neytendur hafa sem minnsta fyrirhöfn að matreiða hann. — Steinbitur hefur verið í mjög góðu verði, mest vegna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.