Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 16

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 16
244 ÆGIR búnir að taka vel i gegn þessar fjórar algengustu reikningsaðferðir, jafnt með heilum tölum og brotnum, byrjuðum við á hlutfallsreikningi, félagsreikningi og prósentureikningi. Lengra varð ekki komist á svo stuttum tima og var því sá tími sem eftir var, notaður, til að lesa upp fyrnefndar aðferðir. Einnig voru nemendur látnir reikna mikið af heimadæmum, sem var til mikilla bóta. Reikningsbækur notuðum við eftir Sigurbjörn Á. Gíslason, IV. og V. hefti og reikningsbók eftir ólaf Daníelsson. Eðlisfræði var kennd frá 2—3 og not- uðum við þar kennslubók í eðlisfræði eftir Vald. V. Snævar. Við fórum yfir hana alla, og þar sem við þótti þurfa, bætti ég inní og lét piltana skrifa niður hjá sér til minnis. Einnig til betri skýr- ingar fórum við með eðlisfræðina dálítið inn á vegi stærðfræðinnar líkt og með mótorfræðina. Verklega kennslan fór fram alltaf ann- anhvern dag og voru við hana aðallega nolaðar tvær vélar: 15 hesta Skandia og 5—6 hesta Dan. Við byrjuðum á að taka Skandia-vélina alla í sundur, og þar sem vélin var mikið slitin og úr lagi gengin, þá fengu nemendur góða æfingu i að skafa til legur og gera við helztu ganglimi vélarinnar og fella þá inn að nýju. Einnig var þeim kennt að steypa hvítamálm í legu og fella járn saman, tinlóða og harðlóða rör,1 o. m. fl. Yfir höfuð var nemendum kennt að dæma um og lagfæra flesta þá galla, sem orsakast af illri meðferð og sliti á vélum, og að hreinsun og við- gerð lokinni, var vélin byggð saman aft- ur og skýrt út um leið. Að lokinni sam- setningu, voru nemendur látnir æfa sig í að setja vélina í gang og finna út helztu gangtruflanir, og þegar menn voru orðnir glöggir á gang tvígengisaðferðar- innar, var Dan-vélin tekin upp og gerð sömu skil og Skandia-vélinni, Að þessu loknu voru báðar vélarnar keyrðar sam- timis og gerðar á þeim helztu truflanir, sem orsakast af notkun og rangri sam- setningu véla, og nemendum kennt að finna þær og koma þeim i lag. Kennslustundir í verklegu, voru 6 á dag, en þar sem timinn er stuttur og mikið sem einn mótormaður þarf að kunna, til þess að geta leyst skyldu sína vel af hendi við mótorstarfið, þá fjölg- aði ég stundunum seinni partinn upp í 8 stundir, en það er tvöfalt lengri tími en reglugerðin ákveður. Líka við munn- legu kennsluna var bætt inn í stundum, einkum þó fyrir prófið. Pegar námskeiðið hafði staðið i fullar 8 vikur, fórum við að huga til prófs og voru þá prófdómendur útnefndir af sýslumanni, þeir vélasmiðirnir herra Sig- tryggur Guðmundsson og herra Ingi- mundur Guðmundsson. Prófið byrjaði svo miðvikudaginn 9. desember og endaði föstudaginn 11. s. m. og stóðust það allir nemendur. Rej’kjavík, 17. des. 1931. Guðm. Jónsson. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1931. 36. Skipstjórinn á togaranum Hugelia frá Grimsby tilkynnir, að skipið hafi 3. þ. m. kl. 20, rekist á rekald í hafi, um 20 sm. S a A (eftir áttavita) frá Revkja- nesi. Vindur var A S A, nokkur sjór, n. br. ca. 63° 35', v.lgd 22° 12'. (4. des. 1931). Vilamálastjórinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.