Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 3

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 3
ÆGIR MÁNAÐARIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 24. árg. Reykjavík. — Des. 1931. Nr. 12. Rannsóknir á „Dönu“ hér við land 1931. Ég gat þess í 6. tbl. Ægis þ. á., að haf- rannsóknaskipið »Dana« væri væntanlegt hingað i júli, eins oglikavarð. Hún kom hingað beint frá Azóreyjum 8. júlí, eftir harða útivist í norðan stórviðri hér suð- ur í hafinu. Georg Hansen var skipstjóri, eins og áður, en dr. Vedel Táning stjórnaði rann- sóknunum og hafði að eins einn mann, ungan Skota, Bennett Rae að nafni, til að- stoðar, en próf. Johs. Schmidt kom hing- að á eftir, á farþegaskipi og var ekki á skipinu fyr en seinna. Þá er skipið hafði fengið kol og aðrar nauðsynjar, lagði það af stað til rann- sókna og var mér boðið að vera með og þáði ég það með þökkum. Var lagt af stað líðandi miðnætti 14. júlí; en í stað þess að stanza úti i Fló- anum, var nú haldið vestur fyrir Jökul og »tekin« 1. rannsóknastöð út af Ond- verðarnesi og svo næst út af Látrabjargi. Voru að eins gerðar sjórannsóknir og fiskuð svifseiði og aðrar svifverur með stórum og smáum háfum og fékkst margt af ýmsum seiðum, flest af ýsu.en fátt af þorskseiðum; þau voru nú komin f botn eða borin lengra burtu. í staðinn fyrir að halda norður með landi, eins og vant var áður, var nú tekin stefna i rv. NV, þvi að nú átti að bregða út af vananum og halda til Græn- lands, skemmstu leið. Það hafði sem sé komið fram við merkingar, bæði hér og við Grænland, að þorskur gengur á milli þessara landa (sbr. Ægi XXIII, 8. tbl.) og þar sem það er kunnugt, að smá- þyrsklingur veiðist, að minnsta kosti nú hin síðustu ár, við Angmagsalikk á A- strönd Grænlands (sjá Ægi þ. á bls. 131), þá hafði próf. Schmidt dottið í hug, að hann gæti verið kominn þangað sem svifseiði frá íslandi, borin af álmu þeirri afGolfstraumnum (Irminger-straumnum), sem liggur frá V-strönd íslands í boga yfir Grænlandshafið, yfir undir Grænland. Átti »Dana nú að gera leit að svífandi þorskseiðum vestur yfir hafið, yfir til Grænlands, eða eins langt og ís leyfði, ef þau kynnu að vera þar, því að það hafði aldrei verið rannsakað áður, og jafnframt athuga strauma. Vér þurftum ekki langt að fara, til þess að hitta ísinn, því þegar ég kom upp næsta morgun (15. júli), var mikil isbreiða framundan, að eins 65 sjómílur NV af Bjargtöngum. Hún var eins og langur skagi þvert í leið vorri og var því ekki annað að gera en vikja suður á við, þangað til komið var suður fyrir enda hennar, svo var gamla stefnan tek- in á ný, en brátt kom önnur spöng og eftir það tvær aðrar, unz vér komum að morgni 17. júlí í auðan sjó, en leið- in varð af þessu öll i krákustig og vér vissum ekki glöggt hvar vér vorura, því að krókaleiðir og straumurinn höfðu bor-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.