Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 18
246 ÆGIR Auk þessa á að endurskoða alla verzl- unarsamninga þeirra landa, sem ekki greiða fyrir innflutningi á spönskum vör- um eins og Spánverjum þykir hæfa. Ennfremur segir svo í greinargerðinni að takmörkun innflutnings, einungis verði beitt við þær vörutegundir, sem auðið er að vera án og innflutnigshöftum verði hagað þannig, að um skort og verðhækk- un á nauðsynjavörum verði eigiaðræða; verður það með þeim hætti, að skift verður við þá, sem greiða fyrir spönsk- um vörum. Ráðstafanir þessar eru einkum gerðar til að vinna á móti innflutningshöftum Frakka, en að hve miklu leytí þau kunna að snerta önnur lönd, er undir því komið, hvernig þessu verði beitt er timar liða, en um það er ekkert auðið að segja, að svo stöddu. Togararnir. Sjómannafélag Reykjavíkur gerði eftir- farandi samþykkt á fundi sínum 30. þ. m.: »Sjómannafélag Reykjavíkur samþykkir að heimila meðlimum sínum að vinna á íslenzkum botnvörpungu'm fyrst um sinn, þar til félagið kann að gera aðra ályktun, fyrir sama kaup og kjör, er fólust í samningi, sem gilti 1931«. Vélstjórafélagið mun hafa gert sömu samþykkt. Samþykkt um þetta efni hafa útgerð- armenn ekki gert, en eltir því sem blaðið hefur frélt, munu þeir ætla að halda togurum á veiðum, meðan á samning- um stendur, að svo miklu leyti, sem við verður komið. Útgerðarmenn hafa ákveðið, að halda áfram ísfisksveiðum með sama kaupi og áður, á meðan samningar standa yfir. ,, Æ G I R “ óskar § # & § lesendum sínum g 5 Gleðilegs Nýjárs. § 6 § Fiskútflutningur Norðmanna. Frá því er sagt í »Fiskaren« frá 25. nóvember s. 1., að Landssamband norskra útflytjenda, hafi ákveðið lágmarksverð á fiski frá byrjun nóvemberm. og að það hafi numið c. þrem sh. hærra verði (per 60 kg.) fyrir aðalmarkað þeirra, Lissabon, en var áður en áhrifa samtakanna fór að verða vart. »Bráðlega tókst«, segír í greininni, »að ná þessu hærra verði, sem er að þakka samtökunum, sem komin eru á í stað- inn íyrir eyðileggjandi samkeppni«. Markaðurinn er einnig nú orðinn mik- ið öruggari en áður. Enda þótt menn utan samtakanna geti nú selt sinn fisk 15 aurum ódýrari per vigt (20 kg.), þar sem þeir sleppa við gjöld í samlagssjóð, hefur það sýnt sig, að þeim gengur mjög erfiðlega að selja. Þetta er fyrsta reynzlan, sem Norð- menn hafa af samtökum fiskútflytjenda, og ættu íslendingar að fylgjast vel með þessum málum, þvi efalaust má mikið af þeim læra. Leidr éttlntr. í greininni »Svartfugl og fiskseiöi við í>lan(i«, í siöasta tbl. Ægis, stendur efst á bls. 218: Eltir útreikningura dr. Bjarna Sæmundssonar nægja 3—4 þorsKar (6—8 ára), á aö vera 3—4 porskar (6—8 ára) af hverri miljön egaja. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. BikisprentsmiCjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.