Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 4

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 4
232 ÆGIR ið oss á afvegu, og aldrei sá til sólar. Loks sáum vér Grænland í norðri, ýmsa tinda (Ingólfsfjall? o. íl) fyrir austan Ang- magsalikk, um 11-leytið og héldum svo áfram í NV til kl. 2, og vorum þá 45 sjóm. undan næstu annesjum og á 600 m dýpi, en enginn ís sjáanlegur. Nokkuru áður hittum vér lóðaskipið »Ordrie« frá Aberdeen og höfðum tal af því; hafði það veitt nokkuð af lúðu, en vissi lítð um, hvar það var, en það fekk staðinn seinna hjá oss, er vér höfðum séð sól og getað ákvarðað vorn eigin stað. Um kvöldið héldum vér S og V með landinu á islausum sjó, en næsta morg- un (18. júlí) vaknaði ég kl. 3Vs og var þá þétt ísbreiða fyrir innan oss og eins langt upp að landi og séð varð. Héldum vér svo S og V með henni og smá nálg- uðumst landið, fram til hádegis. Vorum vér þá 30 sjóm. undan næstu annesjum (Úmanakk), á 63° n. br. og á 220—250 m dýpi, en ísbreiðan lá eins langt S og V og vér gátum séð. Dvöldum vér þarna til kl. 4, í unaðslegu veðri, með dýrlega útsjón til hinna hrikalegu, tindhvössu, snævi og jökli þöktu, grýttu og gróður- lausu Grænlandsfjalla, sem sjámátti nið- ur að sjó í lítilli fjarlægð (í kíkinum), en ísinn lyftist í allskonar hilhnga-mynd- breytingum, einkum borgarjakarnir, svo erfitt var að sjá, hvað var verulegt og hvað sjónhverfingar. Ekkert sást kvikt á ísnum, nema nokk- uð af máf og svartfugli og yfirleitt var fátt af fugli alla leið. Einstaka selur eða hvalur sást öðru hvoru alla leiðina, en ekki gat það talist veiðilegt. Á leiðinni vestur yfir voru teknar stöðv- ar með all-löngu millibili og fiskað með háfum, eins og áður er sagt (tveir —þrír stór-háfar hver niður af öðrum). Fekkst allstaðar í þá mergð af karfaseiðum og á síðustu stöðvunum (næst Grænlandi), þar sem hitinn i yfirborði var að eins 1—3°, undanteknum, var slangur af þorsk- seiðum, og þar með fengin vissa fyrir því að þorskseiði voru nú á sveimi um all- an sjó milli íslands og Grænlands, og því líklegt, að þau hafi þá þegar verið farin að leita botns á landgrunni Græn- lands. Hvort þetta gerist árlega, eða að eins í hlýjum og íslitlum árum, er ekki gott að vita að svo stöddu. Grænlands- megin í hafinu var slangur af suartaspröku- seiðum. Dýpið á Ieiðinni vestur yfir var tíðast 300 — 550 m og yfirborðshitinn mjög breytilegur, eftir því hvort var í nánd við ísinn, þar sem hann var 0—3°, eða á auðum sjó, því þar var hann 6—8°. 18. júlí kl. 4 e. m., snerum vér heim á leið og settum stefnuna hér um bil á Látrabjarg, yfir breitt hafsdjúp, sem lítið sem ekkert hafði verið mælt dýpið í áð- ur, og létum nú bergmáls-djúpmælinn segja oss dýpið jafnharðan, með 16 sjó- mílna millibili, ef vera mætti, að þar væru áður óþekkt grunn (»bankar«), en svo reyndist ekki, þvi að dýpið var, land- grunna á milli, tíðast 2—3oOO m og eng- ir bankar eða grynningar. Grænland hafði sokkið i sæ kl. 1 að morgni 19. júlí, en eftir réttan sólarhring sá ég efsta naddinn á vestari þúfu Snæ- fellsjökuls gægjast upp yfir hafsbrún í unaðslegri aftureldingu. Um nónbil vor- um vér komnir inn fyrir Skagann (o: inn í Faxaflóa), og kl. 5V» vorum vér í Reykja- vík. Straumflöskum var kastað út nokkur- um sinnum á leiðinni vestur, og von- andi að eitthvað af þeim reki og komist til skila, þvi að þær eiga að gefa upp- lýsingar um straumana í Grænlandshafi. 22. júlí var farið út í Flóann, til þess að gera samanburðarrannsóknir á fisk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.