Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 15
ÆGIR 243 Skýrsla um vélfræðinámsskeið sem haldið var á Isafirði veturinn 1931, að tilhlutun Fiskifélags Islands. Eftir beiðni Fiskifélags íslands, tók ég að mér að halda námskeið i mótorvélafræði á ísafirði í vetur, og í þeim tilgangi fór ég þann 5. október vestur með s/s »Nova« og kom til Isafjarðar þann 8. október. Sama dag hóf ég undirbúning undir námsskeiðið. Eiríkur Einarsson, formaður fiski- deildarinnar, hafði tekið á móti um- sóknum frá nemendum og voru þeir 18 að tölu. Einnig var hann mér mjög hjálpsamur við undirbúning námskeiðs- ins. Daginn eftir var námskeiðið sett að öllum nemendum viðstöddum. Rúmgott húsnæði höfðum við fengið fyrir munn- legu kennsluna hjá Hjálpræðishernum og fyrir verklegu kennsluna fengum við smiðju J. H. Jessens, en þar voru tveir mótorar fyrir, sem við fengum að nota við kennsluna. Nú var byrjað á kennsl- unni strax daginn eftir skólasetningu, eða laugardaginn 10. október. Eg undir- ritaður kenndi öll fögin nema íslenzk- una. Hana kenndi hr. rithöfundur Guðm. G. Hagalín. Kennslunni var hagað þann- ig, að munnleg kennsla fór fram annan hvorn dag og svo verkleg kennsla hinn daginn. Munnleg mótorfræði var kennd frá kl. 8—11 f. h. og við þá kennslu notaði ég kennslubók eftir Þórð Runólfsson. Við fórum yfir hana alla og til betri skýr- ingar, lét ég námssveinana hafa með sér bækur til að teikna ýmsa vélahluta, þar sem fyrnefnd mótorfræði náði ekki út- yfir. Einnig þegar fór að líða á náms- skeiðið og menn voru farnir að fá dá- litla undirstöðu i reikningi, þá til betri skýringar, fór ég með mótorfræðina dá- lítið inn á vegi stærðfræðinnar. Með því fannst mér að menn ættu betra með að skilja hlutföll milli hinna ýmsu hluta vélarinnar; og einnig var þeim kennt að reikna út bremsuhestöfl eftir hinum al- gengustu bremsum, svosem kaðalbremsu, Pronybremsu, vatnsbremsu, og því til betri skýringar bjuggum við til, Prony- bremsu og bremsuðum annan mótorinn af með henni og voru þá nemendur látnir reikna út hestöflin eltir hinu mis- jafna álagi vélarinnar. Þar sem notkun háþrýstivéla og Diesel- véla hefur aukist hjá okkur íslending- um, nú á seinni árum, lagði ég mikla áherslu á að skýra byggingarlag þeirra og meðferð og þá um leið var dia- grammiðtekið til meðferðar og skýrt út. Þá um leið gafst okkur tækifæri á að sjá loftþjöppulausa Dieselvél. Hún var í verksmiðjunni »Víking« (h/f Fiskimjöl). Þangað fórum við og skýrði ég þar út helztu hluta vélarinnar og að því loknu var hún sett i gang og keyrð dálítið. Einnig fengum við leyfi hjá »íshús- fél. Jökli« til að fara í íshúsið og skoða vélarnar þar. Þar var Ellwe mótor sem við fengum að taka helztu hluti upp úr og útskýra þá, og að því loknu voru nemendur látnir æfa sig í að setja hann í gang. íslenzka var kennd frá 11—12, og kenndi hr. Guðm. Hagalín hana eins og fyr segir, og lét hann piltana gera heima- ritgerðir um létt efni, og skýrði svo rit- villur út i tímunum og höiuðatriði ís- lenzkrar málfræði. Stærðfr. kenndi ég frá 1—2, og voru menn einna misjafnlegast undirbúnir í henni. Varð ég því að byrja þar alveg fra byrjun, en þar sem nemendur voru námfúsir og ástundunarsamir, komust- um við þessvegna fyr áfram en við var að búast í fyrstu, og eftir að við vorum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.