Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 8
236 ÆGIR hefur við rannsóknina, er vitanlega slað- fest þýðing af réttarskjölunum frú hin- um íslenzka dómstól, er um málið hef- ur fjallað. Það er auðséð af því, hvernig Þjóð- verjar takanúorðið á þessum málum, að þeim er full alvara með að stemma stigu fyiir ólöglegum veiðum skipstjóra sinna. Næst á eftir því, að sannprófa eftir þeim gögnum er fyrir liggja, hvort ákæra varðskipsins og þarafleiðandi dómfelling, hefur verið á rökum byggð, virðast sjó- dómarnir þýzku leggja mesta áherzlu á það, hvort skipstjóri hafi vísvitandi ver- ið valdur að brotinu. Þeir gera höfuð- mun á vísvitandi broti í þessum efnum, og því er stafar af vangá eða skorti á kuunugleika. Það er að vísu erfitt, og stundum ó- mögulegt að því er virðist, að komast að hinu sanna í þessu efni, en þó er það allt annað fyrir dómstól, sem hefur nægri sérþekkingu á að skipa við rann- sókn málsins, heldur en þar sem lítil eða engin »nautisk« þekking er fyrir hendi. Hitt er vist að ef rétturinn skeði, ætti að gera meiri mun en venjulega er gerður í þessum málum, á tvímælalaus- um ásetningsbrotum, eins og t. d. land- helgisveiði með breitt yfir númer skips, eða á Ijóslausu skipi að nóttu til, og þeim brotum sem auðsjáanlega stafa af þekkingarskorti eða af slysni. Jóhann P. Jósefsson. Frá skrifst. Fiskifélagsins. Hermann Þorsteinss on, sem verið hefur erindreki Fiskifélagsins í Austfirðingafjórðungi, lét af þeirri stöðu í byrjun desembermánaðar en Friðrik Steinsson skipstjóri á Eskifirði, hefur verið settur til að gegna henni fyrst um sinn. Ðráðabirgðalög um skiptameðferð á búi Síldareinka- sölu Islands. Vér Christian hinn tíundi, o. s. frv. Gjörum kunnugt: Atvinnu- og samgöngu- málaráðherra Vor hefur tjáð Oss, að síld- areinkasala íslands hafi orðið fyrir svo miklum óhöppum og tapi á yfirstand- andi ári, að hagur hennar standi nú þannig, að eigi sé annað fyrirsjáanlegt, en að bú hennar hlyti bráðlega að verða að takast til gjaldþrotaskipta, ef eigi er önnur skipun gerð á um meðferð henn- ar. Telur hann óhjákvæmtlegt að gera þegar í stað ráðstafanir í þessa átt, þar sem það sé allmiklum erfiðleikum bund- ið að skipta búi einkasölunnar með venjulegri gjaldþrotaskiptameðferð. Þar sem svo er ástatt, sem að framan greinir, teljum Vér brýna nauðsyn bera til þess að gefa út bráðabirgðalög um þetta efni samkvæmt 23. gr. stjórnarskrárinnar frá 18. maí 1920. Því bjóðum Vér og skipum þannig: 1. gr. Bú síldareinkasölu íslands skal tekið til skidtameðferðar. Skiptin fram- kvæmir skilanefnd tveggja manna, sem atvinnu- og samgöngumálaráðherra skip- ar. Skilanefnd kemur í slað stjórnar einka- sölunnar, og hefur samskonar vaíd og skyldur að því leyti sem við á. 2. gr. Meðan skiptin standa yfir má hvorki taka til greina neina kröfu um gjaldþrotaskipti á búi einkasölunnar, ne leggja löghald eða löggeymslu á eignii' hennar eða gera i þeim fjárnám, né aðra fullnustugerð. 3. gr. Við skiptin skal farið eftir regl- um þeim, er gilda við gjaldþrotaskiph um skuldajöfnuð, um ógildingu gerninga. fjárnáms eða löggeymslu og um skulda- röð. Öðrum ákvæðum skiptalaganna og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.