Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 7
ÆGIR 235 þess, að farið er að nota roð hans í margskonar skinnvörur, svo sem kvenn- veski, handtöskur o. fl. — Fiskurinn er skorinn á háls og innýflin dregin út, því ekki má skera kviðinn. Fremur er litið um steinbít hér um slóðir og gæti vel verið vert, að íslendingar grennsluðust eftir markaði fyrir steinbitsroð. — Allur afgangur af fiski fer í fiskmjöl, en fyrir það hefur markaður verið slæmur, sér- staklega vegna þess, að Japanar hafa flutt inn fiskmjöl, sem þeir hafa selt fyrir nær helmingi minna verð, en það, sem auðið er að selja það, sem fram- leitt er hér. Eins og fyrirsögnin bendir til, er grein þessi eftir íslenzkan skipstjóra, sem góð- fúslega hefur látið Ægi t té þessar upp- lýsingar. Missir skipstjóraskírteinis fyrir landhelgisbrot. Úrskurður sjódómsins í Bremerhaven. Hinn 14. ágúst þ. á., var togarinn »Vorwárts« frá Bremerhaven, tekinn af íslenzka varðskipinu Ægir, suðaustur af Ingólfshöfða, og var farið með skipið til Norðfjarðar. Með lögregluréttardómi upp- kveðnum 17. ágúst, i Neskaupstað, var skipstjórinn, Duw, dærndur tyrir brot gegn 5. gr. íslenzkra laga nr. 5, 18. maí 1920, í 12500 kr. sekt og þar að auki var afli og veiðarfæri upptækt gert, með því togarinn var innan landhelgi er hann var tekinn. Rannsókn sjódómsins í Bremerhaven hefur leitt það í ljós, að togarinn »Vor- Wárts« hefur verið — er hann var stöðv- aður — að minnsta kosti eina sjómílu innan landhelgi, er því handtaka togar- ans og dómfelling Duw skipstjóra rétt- mæt. Duw skipstjóri hefur með ráðnum huga farið inn fyrir landhelgislínuna og verður hann því samkvæmt 26. gr. laga um rannsókn sjóslysa, sviítur rétlindum til skipstjórnar«. Þannig úrskurðaði sjódómurinn i Bre- merhaven, eftir að rannsókn máls þessa var þar lokið, eftir þvi sem blaðið »Nord- westdeutsche Zeitung« frá 28. sept. þ. á., skýrir frá, er þar ennfremur sagt ná- kvæmlega frá rannsókn málsins, er leiddi til niðurstöðu dómsins eins og hér að ofan greinir. Fyrir utan dómsforseta, skipuðu fjórir siglingafróðir menn dóm- inn. Málflytjandi hins opinbera, fyrver- andi kontra-aðmíráll, krafðist þess að lokinni rannsókninni, að skípstjórinn væri sviftur réttindum, en verjandi skip- stjóra — líka siglingafróður maður — reyndi að bera í bætifláka, en það kom fyrir ekki. Það eru nú um tvö ár síðan að Þjóð- verjar tóku upp þá reglu að láta sjó- dóm rannsaka og dæma um málin þeg- ar togarar þeirra hafa verið dæmdir hér fyrir landhelgisbrot. Eru málin rannsök- uð á þenna hátt, eins og hvert annað tjón eða slys sem skipið hendir, og þeir látnir sæta fullri ábyrgð er valdir eru að skaðanum, eins og Duw skipstjóri hefur verið látinn gera í því tilfelli er hér um ræðir. Þyki það sannað, að skipstjóri hafi með ráðnum huga brotið löginumbann gegn botnvörpuveiðum, er að jafnaðilit- ið svo á, að hann með þvi hafi gert sig sekan um verknað er baki eigendum skips stórtjón og skipshöfn atvinnumiss- ir, og það talin gild ástæða til að svifta hann skipstjórnarréttindum fyrir fullt og allt. Meðal þeirra gagna, er sjódómurinn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.