Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 10
238 ÆGIR komulagið millum þessara þremenninga var alla tíð hið ástúðlegasta og ákjósanleg- asta. Hákon unni og elskaði Ingu sina engu minna en áður, — en Anna naut aðdáunar hans og virðingar fyrir skör- ungsskap sinn, orðlagða stjórnsemi, höfð- ingslund og rausn, enda líka var Anna í föðurgarði talin hin mesta meyja- og mannkostaval á öllu Suðurlandi, auk þess sem hún var priggja kvenna maki í ástamálum, því þrígilt varð hún, og var síðasti maður hennar Ketill Jónsson föð- urafi minn, en Hákon var langafi kon- unnar minnar. Hákon dó 4. ágúst 1820, en Anna dó i hárri elli í Kotvogi 1858. Á eftir Hákoni tók svo við búi í Kirkju- vogi, Vilhjálmur sonur hans, sem allt til þessa hefur verið talinn mesti sjósókn- ari og aflamaður allra Suðurnesja, fyr og síðar, og má segja að blómaöld sjó- mennsku og sjósóknar risi upp með hon- um í Hafnahreppi, og sámtiðarmönnum hans, Katli í Ivotvogi töður minum, Gunn- ari Halldórssyni, hállbróður Vilhjálms, og siðast en ekki sizt Stefáni Sveinssyni á Kalmannstjörn, orðlögðum sjósóknara og aflamanni, en hann drukknaði í blóma lifsins með öllum sínum hásetum 15 að tölu, í vestanofviðri á þriðja í páskum 1862. Útgerð jókst mikið í Hafnahreppi, þeg- ar allir ‘þessir sjógarpar voru uppi og náði fjárhagsleg velmegun hreppsins há- marki sínu á meðan þeirra naut við, mátti segja að allir þessir stórbændur væru stórefnamenn, en einkum þó Vil- hjálmur, sem átti yfir 20 jarðir viðsveg- ar um landið, auk Kirkjuvogstorfunnar og annara eigna. AUir gerðu þessir bænd- ur út tvo teinæringa á vetrarvertiðum, og sumir áttæring að auki, voru 16 — 17 manns á hverjum teinæring, en 12—13 á áttæringnum. Voru því á vetrarvertið frá 40—55 manns í heimili að meðtöld- um húsbændum og hjúum. Á fle'tum heimilum voru sérstök hús fyrir sjómennina, sem kölluð voru sjó- mannaskálar eða sjómannabúðir. Hjá foreldrum mínum var einn sjómanna- skáli, rammgjör að veggjum og viðum, í honum sváfu og héldu til 20 sjómenn, og svo undir baðstofuloftinu stórt sjó- mannaherbergi, sem i voru 5 rúmstæði. Engir voru þá útgerðarmenn, þ. e. a. s. engir sjómenn sem teknir voru upp á kaup, heldur voru allir aðkomusjómenn hlutamenn, sem gerðir voru út af bús- bændum þeírra úr sveitunum. Flestir voru sjómennirnir úr Árnes- og Rangár- vallasýslum, örfáir úr Norðlendingafjórð- ungi og enn nú færri úr Skaftafellssýsl- um. Að fortallalausu voru allir sjómenn komnir að »sinum keip« á Kyndilmessu- dag, en auðvitað var þeirra fyrsta verk, að hreiðra um sig i rúmfletum sinum. Sváfu alltaf tveir i hverju rúmi, oft sömu mennirnir ár eftir ár. Kölluðu þeir hvor annan »laxa« og lifðu þeir alltaf í ein- ingu andans og bandi fríðarins, fullir sem ófullir. eins og siðar mun sagt verða, en lítilfjörleg hvilurúm mundu það þykja nú, sem sjómenn urðu þá að sætta sig við. Marhálmur i stað undirsængur og ein ullarrekkjuvoð ofan á marhálminum, en ein rekkjuvoð og tvö teppi (brekán) yfir sér, flestir höfðu líka smá-kodda,en aðal höfuðhvilan var þó marhálmurinn og nærföt þeirra og utanyfirflikur, sem þeir hlóðu undir koddan I En þó tveir svæfu í hverju rúmi, þá voru þó rúm- stæðin það stór að þeir gátu haft matar- skrinur sinar fyrir ofan sig i rúmunum. Man ég að okkur strákunum þótti held- ur blómlegt að líta niður i matarskrin-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.