Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 5

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 5
ÆGIR 233 magni innan og utan landhelgislínunnar. Var próf. Schmidt nú kominn og fór út með. Var byrjað í Garðssjó um kveldið og nóttina, en um morguninn (23. júli) var hann rokinn upp á N, svo að vér urðum að leita hælis í Hafnaríirði og liggja þar í 3 daga í stormi. Voru gerð- ar þar ýmsar rannsóknir á smáfiski. En þegar veðrinu slotaði, var haldið áfram með rannsóknirnar í Suðurflóanum þang- að til þeim var lokið. 26. júlí varð próf. Sehmidt að fara til Reykjavíkur, til þess að halda þar fyrir- lestur, en Dana fór næsta morgun aftur út i flóann, til þess að gera rannsóknir utan landhelgi (á Sviðinu). Varð ég þá eftir í landi vegna fyrirlestrarins1. Úlkom- an af þessum rannsóknum varð lík og áður (á Dönu og Pór): að meira var yflrleitt um allan fisk inni í landhelgi, en utan hennar (aflatölur hefi ég eigi fengið). Mun nú þessum rannsóknum þar með lokið og útkoman birt áður langt um líður. Eftir fyrirlesturínn fór próf. Schmidt heim, en »Dana« hélt áfram rannsókn- unum og lagði af stað (og ég með) norð- ur fyrir land, 30. júlí. Var farið all-hratt yfir og aðallega gerðar svifrannsóknir og leitað að svifseiðum á gömlum stcðvum. Var margt að ýsu- og lýsuseiðum út af Látrabjargi, en annars fátt af seiðum við vesturströndina, þar á meðal einstaka 1) Út af fyrirlestri próf. Schmidts, skal ég hér benda á, aö pað er af misskilningi sproltiö sem haft er eftir honum í greininni »Fiski- rannsóknir« i Ægi 7. tbl. p. á. bls 136, að porsk- urinn við Bjarnarey og Spitsbergen sé gotinn og uppalinn hér við land. Norðmenn hata peg- ar fengið fulla sönnun fyrir pví, með aldurs- ákvörðunum og merkingum, að sá fiskur er allur gotinn og vaxinn upp við Noreg (Lófót og annarsstaðar) og fer pangað til hrygningar. Enginn fiskur merktur hér hefur veiðst við Noreg eða Færeyjar, eða öfugt. þorskseiði. Aftur á móti var margt af þorskseiðum út af Kögrinu, og úti fyrir norðurströndinni, vestan Eyjafjarðaráls, var slangur af þorsk- og öðrum fiska- seiðum, og hitinn 8—9° í yfirborði, en fátt sást af síld í uppivöðum á þeim slóð- um, enda þótt sjórinn væri spegilsléllur. 1. ágúst var farið inn á Siglufjörð til þess að setja forseta Fiskifélagsíns þar á land, því að hann hafði fengið þangað far með skipinu. Yfirgaf ég þar líka skip- ið, því það hafði þá fengið skipun um að hraða ferðinni sem mest (féð sem veitt hafði verið til hennar var nú mjög þrotið) og fara frá Seyðisfirði eftir3daga til Færeyja og svo heim. Á leiðinni þangað voru teknar nokk- urar stöðvar á vanalegum stöðum, en samkv. því sem Dr. Táning hefur tjáð mér, var óvenjulítið af fiskaseiðum á þessum slóðum nú, enda þótt sjávarhit- inn væri ekki lágur. Dálítið varafþorsk- seiðum austur að Sléttu, en úr þvi eng- in, alla leið til Seyðisfjarðar og var það því merkilégra, sem talið var fullvíst, að mikið hefði gotið af þorski við Norður- land, jafnvel austur á Þistilfirði, i april, í vor er leið. Pó aB seiðin frá því klaki hefðu nú verið komin öll burtu afklak- stöðvunum, þá hefðu þau átt að finnast sem botnseiði í Vopnafirði eða Seyðis- firði, en það gerðu þau ekki. Er því næsta líklegt, að klakið við Norðurland hafi ekki haft neinn sýnilegan árangur, sökum of lítils hita í sjónum á þeim slóðum, eggin ekki klakist eða seiðin ekki haft sina réttu fæðu í sjónum við NA-ströndina; þó væri hugsanlegt að eitt- hvað af eggjunum hefði getað borist suð- ur fyrir Austurland og klakist þar. Ég dvaldi á Siglufirði til 5. ágúst og fræddist þar um margt viðvíkjandi fiski við Norðurland og fékk lika tækifæri til að athuga afla frá Skagagrunni. Fór ég

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.