Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 9
ÆGIR 237 laganna um gjaldþrotaskipti, þeimereigi lúta að sjálfri skiptaaðferðinni, skal beitt eftir því sem unnt er. 4. gr. Skilanefnd skal heimilt að taka lán, ef þörf gerist, til þess að standast nauðsynlegar greiðslur meðan á skipt- unum stendur, svo sem flutningsgjöld og annan kostnað við ráðstöfun óseldr- ar síldar, enda verði þeir, sem slík lán veita, forgangskröfuhafar í búinu sam- kvæmt 82. gr. skiptalaganna. 5. gr. Atvinnumálaráðherra skal heím- ilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um skiptameðferðina, eftir því sem bin- ar sérstöku ástæður, sem fyrir hendi eru, kynnu að gera nauðsynlegt og má í reglu- gerð þessari vikja frá reglum þeim og venjum, sem um einkasöluna gilda, eftir þvi sem hentugt þykir. Síld sú, sem veidd er eftir 15. nóvbr. 1931, og sem ekki er þegar í vörzlum einkasölunnar til útflutnings, néhúnhef- ur haft meðferð á, nema að þvíleyti, að umboðsmenn hennar kynnu að hafa framkvæmt skoðun á síldinni til útflutn- ings, sbr. 14, gr. laga nr. 61, 14. júní 1929, er búi einkasölunnar óviðkomandi. Setur atvinnumálaráðherra reglur um flokkun, mat og merking þeirrar síldar, eftir því sem þurfa þykir. Þó er útflutn- ingur þessarar síldar því að einsheimill, að hann komi eigi í bága við hagsmuni bús einkasölunnar í sambandi við samn- inga um sölu á síld, sem gerðir hafa verið af einkasölunni áður en lög þessi öðluðust gildi, og þarf til slíks útflutn- ings, leyfi skilanefndar til 1. maí 1932. Að því er til þeirrar síldar kemur, sem einkasalan hefur til umráða og veidd er fyrir miðjan nóvember 1931, koma téð lög nr. 61, 14. júní 1929, um einkasölu á útfluttri sild, og reglugerð, sem sett hefur verið samkvæmt þeim, að eins til framkvæmda, að svo miklu leyti, sem samrimanlegt er skiptameðferðinni og reglum þeim, sem atvinnumálaráðherra kann að setja um hana. 6. gr. Kostnaður allur við skiptin, þar á meðal laun skilanefndarmanna, greið- ist sem forgangsskuld af eignum búsins, samkvæmt 82. gr. skiptalaganna. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Falla þá jafnframt úr gildi, aðöðru leyti en í 5. grein segir, lög nr. 61, 14. júni 1929, um einkasölu á útfluttri síld, svo og lög nr. 60, 9. septbr. 1931, um breyting á þeim lögum. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér að hegða. Gjört á Amalíuborg 9. desbr. 1931. Christian R. (L. S.) Tryggvi Pórhallsson. Sjómannalíf í Hafnahreppi síðastliðin 60 ár. Eftir Ól. Ketilsson. Framh. Litlu seinna klæddist Hákon svo nýj- um biðilsbuxum og hélt með fríðu föru- neyti til Jóns dannebrogsmanns Sighvats- sonar í Ytri-Njarðvlk. Hóf Hákon þar bónorð sitt til hinnar mikillátu og mann- vænlegu meyjar, Önnu dóttur Jóns drbm. Urðu auðæfi metorð og manngildi, á- samt glæsimennsku sjálfs biðilsins, þyngri á meyjarmetunum en tvíkvænið. Var Arina þar Hákoni heitin og fast drukkið festaröl að fornum sið! Hélt Hákon svo heim aftur, með hinn mesta meyjarblóma og meyjarhita, sem Gullbringusýsla átti þá til! En það má merkilegt kallast, að sambúðiu og sam-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.