Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 11
ÆGIR 239 ur sjómannanna, fullar upp í lok af smjöri og kæfu, og töldum við strákarnir ekki sporin i smásnúningum fyrir þá, þegar kæfa eða kaka með smjöri var í boði. Frá öllnm betri sveitaheimilum að minnsta kosti, var útvigtin, sem köll- uð var, V/i pd. smjörstil vikunnar og auk þesssauður í kæfu, ennfremur höfðu sjómenn frá öllum stærri heimilum hálf- an eða heilann sauðarskrokk af reyktu kjöti. Leið þessum sjómönnum þvi vel, að þvi leyti að nóg var feitmetið og kjötið. Hlunnindi sjómanna frá vetrarhús- hændum þeirra eða formönnum, voru í fyrsta lagi »skiplagið«, sem kallað var, en það var 10 pd. (1 fjórðungur) af harðfiski og 10 pd af rúgi og 50 þorsk- hausar. Kaffi fengu þeir þrisvar á dag, að minnsta kosti eftir 1860, en sennilega tvisvar fyrir þann tíma, en aldrei var gefinn nema einn bolli og lítill moli af kandissykur meö, en oftast var vel látið brennivín í kaffið þegar róið var og vel aflaðist. »Vökvun« (grautur) var og eitt af hlunnindum þeirra, oftast kjötsúpa tvisvar i viku, en alla aðra daga vik- unnar rúggrautur, eða þá úr samanmöl- uðu rúgi og bankabyggi, en hætiefni út á grautinn var einn bolli af undanrennu- mjólk og jafnmikið af súrmjólk. Ollum var sjómönnunum ausinn grauturinn i aska, voru askarnir það stórir, að hverj- um Iaxmönnum var ætlaður einn askur. Hornspæni höfðu þeir með sér að heim- an. tóku þeir alltaf sinn spóninn hvor úr askinum á víxl, svo ekki munaði ein- um spæni, sem annar fékk minna en hinn af grautnum. Brauðamaturinn var þá eintómar kök- ur (flatbrauð). Ekkert rúgmjöl var þá fáanlegt i verzlunum hér áSuðurnesjum að minnsta kosti, og engin brauðgerðar- hús til, fjær né nær, eintómt rúg og aftur rúg — óslitin rúgmölun á þess- um slórheimilum allan árshringinn. Á heimili foreldra minna, var eftir sumar- kauptið 3200 pd. af rúgi til að mala og 1400 pd af bankabyggi. Og allt var þetta malað í þessum þrælþungu grjótkvörn- um. En vanalega voru það sérstakir menn, helzt gamlir karlar, eða þá flökku- dýr sem hópuðust í Hafnirnar á þeim árum, sem lentu á malverkinu, nema grautarútákastið var oftar hlutverk vinnu- konanna að mala, strax eftir fótaferð. Hver óhemju kökugerð hafi verið á þessum stórheimilum á vetrarvertíðun- um, má geta nærri, þar sem voru frá 40—55 manns í heimili, en minnst 3 kökur ætlaðar hverjum karlmanni yfir daginn, enda líka voru að jafnaði tvær af vinnukonunum uppteknar við köku- gerðina myrkranna á milli, annan hvern dag. Vetrarvertíðina 1878 man ég að 52 menn voru á okkar heimili, þar af 4 vinnukonur og ein vetrarstúlka. Að þess- ir vinnuþrælar hafi haft nóg að starfa, og unnið fyrir þessu 16 króna árskaupi, sem þá var algengt vinnukonukaup hér, segir sig sjálft, en lítið eitt bætti það þó úr þessu litla árskaupi þeirra, að hver vinnukona hafði á þjónustu 6—8 sjó- menn og fengu þær vanalega í þjónustu- kaup hjá hverjum sjómanni 12—16 þorska, en salt og verkun fengu þær gefins hjá húsbændunum. Þá voru eldabuskurnar ekki heldur öfundsverðar af störfum sínum. Þær urðu að vera afkastamiklar ogósérhlífn- ar, ef alt átti að fara vel. Að verka og sjóða soðningu handa 40—50 manns og hafa matinn tilbúinn kl. 10 f. m., var svo mikil vinna, að undrun sætir, að aldrei skyldi standa á, að maturinn væri tilbúinn á réttum tíma, og þó var soð- fiskið oftast nær tóm stór lúða, sem þarf

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.