Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 13

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 13
ÆGIR En hann Jói litli var eins hvgginn og hann var hreinlátur, þvi hann gætti þess vandlega að hafa alltaf langar og skarp- ar neglur á fingruuum, sem hann svo notaði sem mokstursvélar eða klórur, þegar ofhleðsla var komin á andlitð og hann var hættur að geta haldið höfði fyrir skít! Og sennilega hefur það verið þessu náttúru-hreinlæti hans Jóa að þakka, að þó »innflúenza« og aðrar farsóttir herj- uðu hreppinn, og leíddu alla hreppsbúa til sængur yfir iengri og skemmri tíma, þá gættu þessar farsóttir þess þó vand- lega, að halda sig altaf i hæfilegri fjar- lægð frá honum Jóa, því þær vissu sem var, þessar banvænu »bakteríur«, að það var þeirra sjálfra bráður bani, ef þær lentu innan vébanda skit-skjaldborgar- innar hans Jóa litla! Og þá var hann Jói litli ekki síður hreinlátur með sálina sína, en líkamann — já, það mátti nú segja, að sálar- hreingerningin hans Jóa, var enginn katta- þvotlur. Altaf hafði hann að minnsta kosti, eina sfór-sálarhreingerning á hverju vori um Jónsmessuleitið, og valdi hann til þess þann daginn, sem hann var sendur inn í Keflavik, en aumingja Jói, hann kunni sér ekki hóf við þessa sálar- hreingerning sína, því hann hamaðist við sálar-þvottinn þar til hann hneig niður einhversstaðar á miðri Hafnaheið- inni, og voru þá sendir þrír menn (við bræðurnir tveir og einn vinnumannanna) til að sækja Jóa, og var gráskjóni gamli líka hafður með í förinni. Var Jói svo lagður eins og taðpoki þversum á grúfu á klárinn, og hélt svo einn af okkur í lappirnar, annar i hausinn, en sá þriðji teymdi klárinn! En á meðan haldið var heimleiðis, var Jói altaf að ^yngja and- lega sálma og þylja hjartnæmar bænir, og biðja fyrir sálinni sinni, en oft urðum. 241 við þá að stoppa á leiðinni á meðan Jói lét blessunar-daggir úr »Mímis«-brunni Keflavíkur, drjúpa niður á sálina sína! Nú eru liðin full 50 ár, siðan ég var samtíða honum Jóa, en fyrir 5 árum síðar, spurðist ég fyrir um, hvert Jói mundi vera lifandi, og var mér þá sagt, að hann væri lifandi, með stálsleginn skrokk og óslitið starf, þá orðinn fjör- gamall maður, og sennilega er hann Jói litli lifandi enn þá, því það er ekki fyrir neinn hægfara dauða, að herja á skít- skjaldborgina hans Jóa lilla! Eins og áður befur verið sagt, þá átti hver háseti að vera kominn að sínum keip á Kindilmessu-dag, því þá var tein- æringunum snúið upp og settir i naust ef veður leyfði, og ekki var mánudagur. Höfðu allir formenn hina megnustu ótrú á, að setja skip sin í naust á mánudegi, og margir formenn, sem ekki réru fyrsta róðurinn á vetrarvertiðinni á mánud., þó veður væri gott og blíðu sjóveður. Brennur þessi mánudags-ótrú enn þá við hjá fjölda sjómanna hér á suður- nesjum, og má finna eldri menn hér, sem þykjast hafa staðreynd fyrir því, að ýms óhöpp, ólán og andstreymi, og jafnvel skiptap og dauði, hafi hennt þá formenn, sem settu skip sín i naust á mánudegi eða byrjuðu róðra á þeim degi, en það yrði allt of langt mál hér, að fara að rekja sögu slysa og annara ó- happa, sem lengd eru við mánudags- hjátrúna frá fyrri tímum. Framh.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.