Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 12

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 12
240 ÆGIR eins og kunnugt er, vandaða verkun, ef hún á að vera mannamatur. Eldsneyti var þá ekkert annað en eintómt fjöru- þang. Engin koi, engin spíta, eintómt þang og aftur þang með kveljandi kaf- reyk og kæfandi hósta, sem bergmálaði út frá eldhúsunum, eins og hrynjandi stórgrýtisurð í hafróti. En oft hefur mig undrað það, hvað þessar eldabuskur voru hreinustu sérfræðingar í að þekkja og greina í sundur í þessum ámu-víðu pottbáknum, hvar hverjir laxmenn lögðu sér til í soðið, því hverjir laxmenn urðu að fá í sitt trog það sem þeir lögðu til, annars var snurða hlaupin á ástarband- ið, sem oft var á millum eldhúss og skála! En sennilega hefur það létt und- ir minni eldhúsbusknanna, að þær höfðu margar þunnar fjalir, sem þær stungu niður í þessi pottbákn millum hluthaf- anna í pottinum. Mishreinlátir voru sjómenn þá með sjálfa sig, engu síður en nú, sumir þvoðu sér á hverju kvöldi, bæðiandlitog hend- ur, að afloknu dagsverki, en svo voru það aðrir, sem látu nægja að lauga bara höndur sinar, en létu andlitin njóta fullr- ar hvíldar við hversdagsþvotti til helg- anna, og loks voru það einstaka menn, sem aldrei þvoðu sér alla vertíðina út, hvorki hendur né andlit og minnist ég þar sérstaklega eins — hans Jóa litla — en af því að allt okkar land morar nú orðið af heilbrigðisfulltrúum og heil- brigðisnefndum, þá ætla ég að segja hér þessum heilbrigðisnefndum til lofsam- legrar eftirbreytni, sundurlausa smákafla, af náttúruhreinlætinu hans Jóa! Hvað margar vor- og vetrarvertíðir ég var samtíða honum Jóa, man ég ekki með vissu, en hvort það nú heldurvoru 4 eða 5 ár, sem við vorum samtíða, þá er það víst að allan þann tíma, sem við vorum saman, þvoði hann sér aldrei, hvorki hendur né andlit, voru hendur hans alltaf til að sjá, sem óþveginn illa hreistraður isubelgur, en saurhleðslan á öllu andlitinu, eins og svartir ölduhrygg- ir, með gulgráum fannasköflum hér og þar! en augabrúnunum og öllum þeim skítútbúnaði, sem þar gaf að lita, ætlaég ekki að fara að lýsa og hefði hann Jóí litli ekki verið svo hundheppinn á stund- um, að fá ausandi ágjöf á sjónum, efast ég um að hægt hefði verið að þekkja hann frá fjóshaugnum. En heilbrigðisfulltrúarnir okkar hefðu átt að vera komnir til okkar á vorin eftir vertíðarlokin, og sjá hann Jóa við grút- arbræðsluna, þegar hann var að kafa niður i grútarpottana upp að öxlum, til þess að kreista í sundur lifrina og grút- inn, og svo kom maturinn til hans Jóa, þá byrjaðihann að sletta handleggjum og höndum, svo grúturinn sindraði í allar áttir! Svo tók hann við matnum sínum, án frekari handþvottar og borðaði svo með beztu lyst! Og þá var ekki síður ánægjulegt að sjá náttúruhreinlætið hans Jóa litla, þegar hann var »forarprestur« hjá okkur á vorin ! Altaf fór hann niður í forina þeg- ar hún var honum i hendur og svokaf- aði hann með fötuna niður að botni eftir slor- og mykjumaukinu, því ekki vantaði trúmennskuna hjá honum Jóa; kom þá fyrir að niðurandiitið fór i kaf, og eitthvað smáræði slettist inn í munn- opið, og þá skirpti hann Jói nú skarpt frá sér, því bein slorforaræta var hann ekki, en svo kom kaffið og lummurnar^ og þá fór Jói að sletta handleggjum áð- ur en hann tók við lummunum sínum. og svo drakk hánn kaffið sitt og hám- aði í sig lummunum með öllum þeiro bætiefnum sem finnast í einni sloríor!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.