Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1931, Blaðsíða 17
ÆGIR 245 Frá stjórnarráðinu. í sambandi við bréf ráðuneytisins, dags. 26. ágúst s. 1., snertandi pólska tilskipun um heimild til lækkunar áaðflutningsgjaldi á þurkuðum salfiski, tilkynnist hér með, að gildi tilskipunar þessarar hefur verið framlengt þar til 30. apríl 1932. (27. nóv, 1931). F. h. r. e. u. Siefán Porvarðsson. Samkvæmt fregn frá utanríkismála- ráðuneytinu danska, í bréfi dags. 19. f. m., hefur spanska ríkisstjórnin þann 30. sept. s. 1., birt tilskipun er heimilar fjár- hagsráðherranum að hækka innflutnings- gjaldið á vörum frá löndum sem beita óvinsamlegum aðferðum gegn innflutn- ingi á vörum frá Spáni. Á tilskipun þessi einkum við í þeim tilfellum er hér segir: 1. Ef að eitthvert ríki hækkar inn- flutningsgjaldið á vörum frá Spáni, vegna verðfalls spönsku myntarinnar, 2. Ef að eitthvert ríki gerir ráðstafanir — með innflutningsbanni eða innflutn- ingshöftum, heilbrigðisráðstöfunum eða á annan likan hátt — er hefta frjáls við- skifti með spanskar vörur, gegn ákvæð- um gildandi samninga. (4. aes. 1931). F. h. r. e. u. Stefán Porvarðsson. Frá ráðuneyti forsætisráðherra: Eins og kunnugt er, hefur nýlega verið gefin út spönsk tilskipun, er heimilar verzlunarmálaráðherranum að setja inn- flutningshömlur á innflutning til Spánar á nokkrum vörum, þar á meðal á þurk- uðum og nýjum fiski. Frá utanríkismálaráðuneytinu danska hefur ráðaneytinu nú borist símskeyti, þar sem nánar er gerð grein fyrir tilefni og tilgangi lilskipunarinnar. Endurrit af nefdu símskeyti sendist hér með til at- hugunar. F. h. r. e. u. Stefán Porvarðsson. Símskeyti, dags. 23. desember, utan- ríkismálaraðuneytisins danska. Pýðing. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráð- inu í Madrid hefur spánska verzlunar- málaráðherranum verið veitt heimild til með tilskipun dags. 23. desember að setja ákvæði um innflutningsmagn (kontingent) á nokkrum vörutegundum, og er nýr, þurr og niðursoðinn fiskur þar á meðal, enn fremur að jafna þessu innflutnings- magni á löndin, eftir því, sem hagsmunir Spánverja heimta. Ákvæði þessi um magn, ganga úr gildi þegar alþjóða verzlunarástandið erkomið í rétt horf. — Tilskipun þessi mælir cnn fremur svo fyrir, að í verzlunarsamn- ingum, sem að framvegis verða gerðir, veitist aðeins ivilnanir á ákveðnum vöru- teguudum, og að samningar um beztu kjör verði endurskoðaðir hið bráðasta. Tilskipun þessi mælir ennfremur svo fyrir, að í verzlunarsamningum sem fram- vegis verða gerðir, veitist aðeins ívilnanir á ákveðnum vörutegundum og að samn- ingar um beztu kjörverði endurskoðaðir hið bráðasta. Ráðstöfun þessa á að leggja fyrir spanska þingið (Cortes). Greinargerð með ráðstöfun þessari, telur örðugleika á innflutningi afurða Spánar til ýmsra landa orsök tíl þess, að þessi ráð eru tekin gegn þessum sömu löndum, en aftur á móti á að láta hin, sem kaupa vörur af Spánverjum, svo um munar njóta þeirra ivilnana, sem auðið er að láta í té.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.