Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR 77 söltunar á síld; stóð hann fast á því, að nota ætti Liverpoolssalt eða spánsktsalt. Þegar Islendingar þeir er hér ræðir um, komust að því að hin íslenzka síld var seld hér á markaði fyrir verð, sem' ekki stóð í neinu hlulfalli við það, sem íslenzkir útflytjendur höfðu fengið, báðu þeir sendisveitina að rannsaka fyrir sig, hve mikið legðist á eina tunnu af síld, við flutning frá hafnarbakka á járnbraut- arvagn. Sendisveitin hefur nú rannsakað það og gefið þær upplýsingar þar að lút- andi, sem fengist hafa. Á 1 tunnu af síld, sem seld er cif. Danzig, leggst aukakostnaður til þess augnabliks, sem hún er kominn á járn- brautarvagn, sem er að leggja af stað. Afferming og tlutningur frá gufuskipi til járnbrautarvagns, þar í innifalin pakk- húsleiga og umsjón í einn mánuð: Neuf'ahrwasser . Danzigarmörk. 1.20 hver tn. Ranzig......................— 1.50 — — Tollafgreiðsla .... — 0.15 — — Tillag......................— 0.12 — — Fyrir hvern mán. framyfir — 0.30pakkhúsi Öryggi á sjðnum. Island hefur ný- lega gengið í alþjóðabandalag, sem stofn- að er til þess að vernda líf sjómanna (International Konvention, 31. maí 1929). Hefir utanrikisráðuneyti Dana borið fram ósk íslenzku ríkisstjórnarinnar um það, að ísland fengi upptöku í bandalagið, við stjórnina í London, og hefur utanríkis- ráðuneytið breska tílkynnt, að ísland verði meðlimur bandalagsins frá 6. april n. k. Slys. Á vélbátnum »Yíking« frá Eski- firði, vildi það slys til 28. febr. sl., er báturinn var við Hornafjarðarós, ab einn wanninn tók út og drukknaði hann. Hét hann Helgi Jónsson, miðaldra maðurfrá Eskifirði._________________ 1) 1 dollar = 5,14 Danzigarmörk. Stórkostlegt sjóslys mánudaginn 20. febr. 1933. Þýzkt flutningaskip „Brigitte Sturm", og línuveiðarinn „Papey“ rekast á rétt utan við Engey. „Papey" sekkur eftir 2—3 mínútur og níu skipverjar drukkna, » ____________ Línuveiðarinn Papey fór héðan á mánu- dagskvöld á veiðar. Um 2 sjómílur frá Engey rakst Papey á þýzka flutninga- skipið Brigitte Sturm, er var á leið hing- að frá Stykkishólmi. Stefni flutningaskipsins stóð langt inn f Papey, og sökk línuveiðarinn eftir 2— 3 mfnútur, Á Papey voru 17 menn, og allir á þiljum er slysið bar að, að und- anteknum vélstjórunum. En að eins 8 komust af. Níu menn drukknuðu, og er liklegt að þeir hafi sogast niður með skipinu er það skyndilega sökk. Þessir menn drukknuðu: 1. Jón Oddsson, 1. vélstjóri, átti heima í Hafnarfirði, 32 ára, lætur eftirsigkonu og 3 börn. 2. Bjarni Magnússon, úr Hafnarfirði, 40 ára gamall, ógiftur. 3. Björn Jónsson, úr Hafnarfirði (ætt- aður Norður-Múlasýslu) 43 ára, giftur. Lætur eftir sig 3 börn. 4. Eiríkur Magnússon, úr Háfnarfirði, 25 ára, vann fyrir gamalli móður. 5. Cecil Sigurbjörnsson, úr Grundar- firði, 37 ára. Lætur eftir sig konu og5— 6 börn í ómegð. 6. Jóhann Kristjánsson, úr Grundar- firði, 41 árs. 7. Ólafur Jónsson, frá Dalvík, 20 ára

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.