Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 22
92 ÆGIR aði að eins vél til þess að komast heim til að láta fiskinn á land. Andvari var af vestri. Var nú öllum seglum tjaldað og haldið áleiðis til Reykjavíkur. Það var seinlegt verk að koma fiskinum fyrir í lestinni, og var því ekki lokið fyrr en kl. 9 árd. þann 24. Var þá skipið út af Sandgerði. ■ Sama blíðviðrið var allan þennan tímafráþví lagt var af stað. En allt í einu sést við vestur hafsbrún svart ský, sem smá- færðist norður eft- ir, þar. til það stað- næmdist í hánorðri og eftir 5 minútur skellur yfir kafalds- bylur með norðan- roki og hörkufrosti. Nú þurfti að láta hendurstanda fram úr ermum við að fækka seglum, og tví og þrírifa stór- segl, aftursegl og fokku. Þegar því var lokið, voru ekki tök til að sigla lengra áfram. Var því siglt undan vindi suður að Reykjanesi og sá ekki út fyrir borð- ið fyrir kafaldsbyl. Regar komið var móts við Reykjanes var hælt að sigla ogskip- ið látið reka austur með. Kl. 3l/r2 var fyrirsjáanlegt, að áframhaldandi norðan- stormur myndi verða og ákvað ég því að sigla lengra austur eftir til þess að komast í smærri sjó. Þegar við höfðum siglt um 10 mínútur, segir einn skipverja: »Hvað er þarna að fjúka á sjónum fyrir norðan okkur?« Ég náði í sjónauka og sá þegar að þarna var opinn bátur, sem sigldi með smá þríhyrnu og hélt hann í áttina til Esther. Samstundis varhættað sigla og beðið eftir, að báturinn kæmi til okkar, ef ske kynni að hægt væri að ná einhverju af mönnunum, þó það sýndist vart framkvæmanlegt fyrir roki og sjó- gangi, þar sem við vorum 3 sjómílur út af Reykjanesi. Eftir stuttan tíma tókst að koma linu til bátsins og höfð- um við hann aftan í Esther meðan ver- ið var að athuga á hvern hátt hægast mundi vera að ná mönnunum. En ekki leið á löngu þar til öllum var bjargað um borð í Esther og báturinn settur aft- an i. Þegar ég hafðí talað við bátsverja, upplýstist það, að báíurinn var úr Grindavík, ogtöldu þeir víst, að fleiri bátar væru.sem ekki hefðu náð landi. Ég fór þá aftur að sigla nær landi og meðfram athuga, hvort fleiri bátar væru, sem þyrftu hjálpar með. Eftir stutta stund sáum við einn bát, sem hélt und- an veðrinu í áttina til okkar, og náðum við mönnunum úr þessum bát á sama hátt og úr þeim fyrri. Aðferð sú er höfð var til að innbyrða mennina var þessi: Bátarnirvoruhafðirtilkuls og tveir menn tóku á móti hverjum einstökum er öld- ur lyftu bátnum upp. Að hafa þá á hlé- borða var ógerningur sökum þess, að bát- arnir hefðu mölbrotnað af veltingi skips- Guðbjartur Ólafsson 26 ára

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.